Fara í innihald

Skátafélagið Landnemar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skátafélagið Landnemar
EinkennisorðHeill, gæfa, gengi, Landnemar lifi lengi!
StaðsetningHáahlíð 9, 105 Reyjavík
MarkaðsvæðiHlíðar, Miðborg, Tún
ForstöðumaðurHulda María Valgeirsdóttir
Vefsíðalandnemi.is

Skátafélagið Landnemar (stofnað 26. mars, 1969) er skátafélag í Hlíðum, Reykjavík. Skátafélagið Landnemar býður upp á skátastarf fyrir börn og ungmenni í Hlíðum, Miðborg og Túnum. Skátafélagið Landnemar er aðili að Skátasambandi Reykjavíkur og Bandalagi íslenskra skáta.

Nafn skátafélagsins Landnema má rekja til skátasveitarinnar Landnema, sem  stofnuð var í Skátafélagi Reykjavíkur hinn 9. janúar 1950. Sveitin stækkaði og var breytt í skátadeild 3. desember 1955. Þegar Skátafélag Reykjavíkur og Kvenskátafélag Reykjavíkur voru lögð niður sameinuðust deildir þessara tveggja félaga og mynduðu ný skátafélög fyrir drengi og stúlkur. Skátafélagið Landnemar varð til með sameiningu deildanna Landnema og Úlfynja hinn 26. mars 1969.

Skátaskálinn Þrymheimur

[breyta | breyta frumkóða]

Skátafélagið Landnemar eiga skátaskálann Þrymheim, en hann er byggður á árunum 1942-1943 og stendur við Skarðsmýrarfjall á Hellisheiði. Gistipláss er fyrir 9 manns í kojum.