Fara í innihald

Sitjandi Tarfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sitting Bull)
Tȟatȟáŋka Íyotake.

Sitjandi Tarfur (lakóta: Tȟatȟáŋka Íyotake; enska: Sitting Bull; einnig þýtt á íslensku sem Sitjandi Naut eða Sitjandi Boli) (um 183115. desember 1890) var æðsti höfðingi Hunkpapa-ættbálksins af þjóð Súindíána. Hann leiddi 1200 Sjeyenne- og Súindíána gegn 7. riddaraliðssveitinni undir stjórn George Armstrong Custer í orrustunni við Little Bighorn 25. júní 1876. Eftir orrustuna flýði hann ásamt liði sínu til Kanada þar sem hann bjó til 1881 þegar þau sneru aftur með friðhelgi.

Síðar ferðaðist hann með Buffalo Bill Cody og tók þátt í Villta vesturssýningu hans þar sem hann kom gjarnan fram og bölvaði áhorfendum á tungumáli Lakótaindíána.

Þegar andadansinn breiddist út meðal indíána sem tilraun til að reka hvíta manninn burt frá löndum þeirra tóku bandarísk stjórnvöld að líta á Sitjandi Naut sem ógnun og reyndu að handtaka hann á heimili hans. Til átaka kom með þeim afleiðingum að Sitjandi Naut og sonur hans Krákufótur voru drepnir.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.