Sinalco

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sinalco er gosdrykkur sem var fyrst settur á markað árið 1902. Hann er seldur í yfir 40 löndum. Sinalco er elsti gosdrykkur Evrópu.

Árið 1902 fann þýski vísindamaðurinn Friedrich Eduard Bilz upp „Bilz Brause“, gosduft, sem hann hóf að selja í félagi við auðjöfurinn Franz Hartmann. Ýmsar eftirlíkingar voru settar á markað. Bilz og Hartmann héldu keppni um nafn á vöruna. Þeir völdu nafnið „Sinalco“ (stytting á latneska frasanum sine alcohole, „án alkóhóls“).

Sinalco var fljótlega fluttur út til annarra Evrópulanda, til Suður-Ameríku og miðausturlanda. Vörumerkið með rauða hringnum var skráð árið 1937. Sérstaklega hönnuð flaska var sett á markað á 6. áratug 20. aldar.

Afbrigði[breyta | breyta frumkóða]

  • Sinalco Cola
  • Sinalco Orange
  • Sinalco Lemon Lime
  • Sinalco Cloudy Lemon
  • Sinalco Spezial
  • Sinalco Apple
  • Sinalco Rosso (Blood Orange and Passion fruit)
  • Sinalco Fresco (Lemon and Elderberry)
  • Sinalco Caribico

Að auki framleiðir Sinalco orkudrykki, te og drykkjarvatn.