Neysluvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Drykkjarvatn)
Kranavatn

Neysluvatn eða drykkjarvatn er vatn sem ætlað er til neyslu eða matargerðar og þrifnaðar á heimilum, vinnustöðum og opinberum stöðum. Einnig telst allt vatn sem notað er í matvælafyrirtækjum vera neysluvatn svo sem í mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnaði, kjötvinnslu, fiskiðnaði og fiskeldi.Neysluvatn getur verið í upprunalegu ástandi (lindarvatn, grunnvatn) oft hefur það verið hreinsað og meðhöndlað til þess að það öðlist þau gæði sem neysluvatn þarf að hafa. Neysluvatn getur komið beint úr lind, borholu eða brunni, úr dreifikerfi, tönkum, flöskum eða öðrum ílátum. Neysluvatn verður að standast strangar heilbrigðis- og hreinlætiskröfur.[1]

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa eftirlit með neysluvatni og vatnsbólum og vatnsverndarsvæðum viðkomandi staða. Á Íslandi er neysluvatn mestmegnis fengið úr grunnvatni og lindum. Hreinsun á neysluvatni er fátíð. Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir hafa stundað neysluvatnsrannsóknir og ráðgjöf varðandi vatnsöflun um árabil. Vatnsútflutningur, þ.e. útflutningur á átöppuðu neysluvatni, er vaxandi atvinnugrein á Íslandi.

Í sumum löndum er flúori bætt við neysluvatn í þeim tilgangi að draga úr tannskemmdum.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sjá til dæmis Reglugerð um neyslunatn nr. 536/2001.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.