Fara í innihald

Simon Vouet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Andlitsmynd af Vouet eftir Nicolas Mignard.

Simon Vouet (9. janúar 159030. júní 1649) var franskur listmálari sem átti þátt í því að koma ítalska barokkinu á framfæri í Frakklandi. Hann fæddist í París og lærði hjá föður sínum en hélt síðan í námsferð til Ítalíu þar sem hann eyddi fjórtán árum, aðallega í Róm þar sem hann stúderaði verk Caravaggios, Paolo Veronese, Annibale Carracci, Guercinos og Guido Reni. Hann var forseti Akademíu heilags Lúkasar í Róm þegar Loðvík 13. boðaði hann til Parísar þar sem hann setti upp vinnustofu. Meðal nemenda hans var Charles Le Brun, einn áhrifamesti listamaður Frakklands 17. aldar.

  Þetta æviágrip sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.