Simon Vouet

Andlitsmynd af Vouet eftir Nicolas Mignard.
Simon Vouet (9. janúar 1590 – 30. júní 1649) var franskur listmálari sem átti þátt í því að koma ítalska barokkinu á framfæri í Frakklandi. Hann fæddist í París og lærði hjá föður sínum en hélt síðan í námsferð til Ítalíu þar sem hann eyddi fjórtán árum, aðallega í Róm þar sem hann stúderaði verk Caravaggios, Paolo Veronese, Annibale Carracci, Guercinos og Guido Reni. Hann var forseti Akademíu heilags Lúkasar í Róm þegar Loðvík 13. boðaði hann til Parísar þar sem hann setti upp vinnustofu. Meðal nemenda hans var Charles Le Brun, einn áhrifamesti listamaður Frakklands 17. aldar.
