Fara í innihald

Charles Le Brun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Le Brun eftir Nicolas de Largillière.

Charles Le Brun (24. febrúar 161922. febrúar 1690) var franskur listmálari og einn af áhrifamestu listamönnum 17. aldar.

Hann fæddist í París og gerðist ungur skjólstæðingur hins valdamikla Pierre Séguier kanslara sem kostaði hann í listnám hjá Simon Vouet. Hann fór í námsferð til Rómar með Nicolas Poussin árið 1642 og bjó þar í fjögur ár á kostnað kanslarans. Þegar hann sneri aftur fékk hann nóg að gera. Loðvík 14. var aðdáandi hans og gerði hann að konunglegum hirðmálara 1662. Árið eftir varð hann stjórnandi Frönsku myndlistarakademíunnar og þar með valdamesti myndlistarmaður landsins. Hann var þar fylgjandi „poussinista“ sem töldu teikningu grundvöll myndlistar gegn „rubinistum“ sem töldu litanotkun grundvöll myndlistar. Le Brun skrifaði hina áhrifamiklu bók Méthode pour apprendre à dessiner les passions sem kom út að honum látnum árið 1698.

  Þessi myndlistagrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.