Simon & Garfunkel
Simon & Garfunkel er bandarískur dúett skipaður Paul Simon og Art Garfunkel. Þeir stofnuðu sveitina Tom and Jerry árið 1957 en urðu í raun ekki frægir fyrr en 1965 þegar smáskífan Sound of Silence kom út. Tónlist þeirra var fyrirferðarmikil í kvikmyndinni The Graduate sem sendi þá enn hærra upp á stjörnuhimininn.