Fara í innihald

Silkiroðla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Silkiroðla
Silkiroðla í garði nálægt Massy, Frakklandi.
Silkiroðla í garði nálægt Massy, Frakklandi.
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycetes)
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Roðluætt (Entolomataceae)
Ættkvísl: Roðlur (Entoloma)
Tegund:
Silkiroðla (E. sericeum)

Tvínefni
Entoloma sericeum
Quél., 1872[1]

Silkiroðla (fræðiheiti: Entoloma sericeum) er fansveppur af roðluætt. Silkiroðla er algengasta roðlutegundin á Íslandi.[2]

Silkiroðla dökkbrún og silkiglansandi, stafurinn er 2-7 cm langur og hatturinn 1-5 cm breiður. Fanir silkiroðlu eru fyrst ljósgráar og svo rauðgrábrúnar en stafurinn er ljósgrábrúnn með silfruðum þráðum og klofnar þegar hann er handleikinn. Holdið inni í hettunni er ljóst.[2]

Gró silkiroðlu eru 7,5-10,5 x 7-8,5 µm.[2]

Silkiroðla er algengasta roðlutegundin á Íslandi.[2] Hún er rotvera[3] sem vex í graslendi, mest í gömlum túnum og beitihögum.[2] Hún sprettur frá júlí til október.[2]

Silkiroðla var með fyrstu sveppategundunum til að finnast í Surtsey. Hún fannst þar sumarið 2005 þar sem hún óx innan um vallarsveifgras og melgresi inni í máfavarpi sunnarlega á eyjunni.[3]

Silkiroðla er ekki talin æt og jafnvel lítilsháttar eitruð.[2]

Hún hefur milt mjölkennt bragð og mjöl- eða ávaxtakennda lykt. Skyld tegund, Entoloma sericoides hefur svipuð einkenni og silkiroðlan nema daufari lykt og brúnni lit.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kirk P.M. (2019). Species Fungorum (útg. okt. 2017). Í: Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 26. febrúar 2019 (Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., ritstj.). Species 2000: Naturalis, Leiden, Hollandi. ISSN 2405-8858.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  3. 3,0 3,1 Eyjólfsdóttir, G. G. (2009). Investigation of the funga of Surtsey 2008. Geymt 1 ágúst 2019 í Wayback Machine Surtsey Research, 12: 105-111.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.