Fara í innihald

Rotvera

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rotverur)

Rotvera er lífvera sem fær næringu úr dauðu lífrænu efni, venjulega rotnandi plöntu- eða dýraleifum, með því að taka upp uppleysanleg efnasambönd. Þar sem rotverur geta ekki búið sér til næringu sjálfar eru þær álitnar ein gerð af ófrumbjarga lífverum. Rotverur eru margir sveppir (aðrir en samlífisverur), gerlar og frumdýr.