Sigurd Islandsmoen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sigurd Islandsmoen

Sigurd Islandsmoen (fæddur 27. ágúst 1881, látinn 1. júlí 1964) var norskt tónskáld og organisti í Moss.

Islandsmoen ólst upp í Bagn í Sør-Aurdal og fjölskylda hans vanaði mjög tónlist og söng. Hann gekk á kennaraskóla og vann sem kennari á árunum 190416, þar af síðustu 6 árin sem tónlistarkennari í Gjøvik. Hann lærði síðan við Norges musikkhøgskole (ísl. Tónlistarháskóli Noregs) og síðar í Leipzig hjá Max Reger. Hann varð organisti eftir nám og starfaði við kirkjuna í Moss (191661) og gerði mikið fyrir tónlistarlíf bæjarins. Hann stofnaði Moss korforening og var í samstarfi við Moss orkesterforening.

Tónverk[breyta | breyta frumkóða]

Islandsmoen er þekktastur fyrir lagið „Det lysnet i skogen“ við texta Jørgen Moe. Að auki samdi hann fræga sálumessu (n.: Rekviem), óperuna „Gudrun Laugar“, tvær sinfóníur, óratóríur, „Israel i fangenskap“ og „Heimat frå Babel“, kóraverkið „Missa solemnis“ og önnur verk, kammertónlist sem og fjöldamörg sönglög.