Sigurður G. Guðjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sigurður G. Guðjónsson er íslenskur hæstaréttalögmaður og hefur starfað sem slíkur frá árinu 1989. Hann tók sér leyfi frá lögfræðistörfum á árunum 2002-2004 þegar hann gegndi starfi forstjóra Norðurljósa samskiptafélags hf., sem þá rak Stöð 2, Bylgjuna og fleiri ljósvaka og prentmiðla. Hann var einnig stjórnarmaður í Glitni fram að hruni og um tíma stjórnarformaður Árs og dags, útgefanda Blaðsins, sem kom út á árunum 2005-2007 [1] og stjórnarmaður í SagaCapital hf frá 2006 til 2008. [2] Sigurður starfaði sem kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar þrisvar sinnum (1996, 2000 og 2008).

Sigurður útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1981 og hefur starfað sem lögfræðingur síðan. Sigurður hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 1982 og hæstaréttalögmannsréttindi 1989. Hann stundaði nám við Harvard háskóla í einn vetur og hefur frá árinu 1985 rekið eigin lögmannsstofu í Reykjavík.

Sigurður hefur löngum verið umdeildur lögmaður og sætti til dæmis áminningu af úrsk­urðar­nefnd Lög­manna­fé­lags Íslands vegna skrifa sinna um Lex lög­manns­stofu á bloggi sínu 2013. [3] [4] Sigurður hefur auk þess haft marga skjólstæðinga tengda bönkunum sem hrundu 2008 og hnýtt í þá sem um slík mál fjalla. [5] [6] [7]

Skjólstæðingar hans hafa meðal annars verið: Bakkavararbræður, Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbanka Íslands (skipaður verjandi), Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir (eigendur World Class), Jón Ásgeir Jóhannesson­. [8]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. SIGURÐUR G. OG FLEIRI KAUPA ÚTGÁFU FRÓÐA; grein í Frjálsri verslun 2006[óvirkur hlekkur]
  2. Sigurður G. Guðjónsson hrl.; af Draupnir.is
  3. Sig­urður G. sæt­ir áminn­ingu; grein af mbl.is 2013
  4. Lex kærir hæstaréttarlögmann; gren af Vb.is 2013
  5. „Ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur; grein í Kjarnanum 2014“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2014-09-17. Sótt 8. september 2014.
  6. „SIGURÐUR RÆÐST Á EGIL – RÉÐI HANN; grein af EiríkiJónssyni.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2016-03-04. Sótt 8. september 2014.
  7. „Sigurður G. Guðjónsson: „Best fyrir dómsmálaráðherra að losa sig við Evu Joly sem fyrst.“; grein af Eyjunni.is 2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2016-06-24. Sótt 9. september 2014.
  8. Sig­urður G. Guðjóns­son keypti kröfu á Fons; grein af mbl.is 2010
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.