Fara í innihald

Sigurður Ólafsson og Tígulkvartettinn syngja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sigurður Ólafsson og Tígulkvartettinn
IM 88
FlytjandiSigurður Ólafsson, Tígulkvartettinn, hljómsveit Carl Billich, Jan Morávek
Gefin út1955
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Sigurður Ólafsson og Tígulkvartettinn er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1955. Á henni syngur Sigurður Ólafsson lagið Ástarvísa hestamannsins eftir Carl Billich. Hljómsveit Billich leikur undir. Hitt lagið á plötunni, Sveinki káti (einnig nefnt Sveinkadans), er flutt af Tígukvartettinum, en höfundur þess er Sigvaldi Kaldalóns. Undirleik annast Jan Morávek. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

  1. Ástarvísa hestamannsins - Lag - texti: Carl Billich - Sverrir Haraldsson
  2. Sveinki káti - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns – Gestur