Fara í innihald

Sigrún Klara Hannesdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sigrún Klara Hannesdóttir
Fædd1943
StörfPrófessor emerita í upplýsingafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi Landsbókavörður, forstöðumaður Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns

Sigrún Klara Hannesdóttir (f. 1943) er prófessor emerita í upplýsingafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi Landsbókavörður, forstöðumaður Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.[1]

Nám og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Sigrún Klara lauk B.A.-prófi í ensku, íslensku og bókasafnsfræði frá Háskóla Íslands 1967, MSLS í bókasafns- og upplýsingafræði frá Wayne State University, Detroit, Michigan 1968 og fór til náms í Bandaríkjunum á Fulbright-styrk. Hún varð fyrst Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá University of Chicago 1987.[2]

Sigrún Klara vann sem upplýsingabókavörður á Kresge Library við Oakland University, Rochester, Michigan 1967-1968 en fór þá til Perú í Suður-Ameríku þar sem hún vann fyrir Bank of International Development sem ráðgjafi fyrir háskólann í Trujillo, Perú. Árin 1971-1975 var Sigrún Klara skólasafnafulltrúi Reykjavíkurborgar og sá þá um að setja upp skólasöfn fyrir borgina. Jafnframt kenndi hún sem stundakennari við Háskóla Íslands. Árin 1975-1998 var Sigrún Klara lektor, dósent og síðan prófessor við félagsvísindadeild en hún varð fyrsta konan sem fékk prófessorsstöðu við deildina. Lengstaf var hún í forsvari fyrir kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði.[3][2] Árin 1998-2002 var hún forstöðumaður NORDINFO, Nordisk institut för vetenskaplig information í Helsinki, Finnlandi sem sá um styrkveitingar og þróun verkefna á sviði vísindalegra upplýsinga og miðlunar þeirra á Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum og vesturhluta Rússlands.[4][5][6] Árin 2002-2007 var hún Landsbókavörður, forstöðumaður Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og þar með fyrst konan til að gegna þeirri stöðu.[1]

Sigrún hefur haldið fyrirlestra víða um heim um framtíðarsýn í upplýsingasamfélagi, þekkingarstjórnun, skólasöfn og upplýsingalæsi, menntun bókavarða og bókasafnsfræðinga og hlutverk háskólabókasafna í sýndarháskólanum. Hún stjórnaði útvarpsþáttum um rithöfunda og barnabækur 1987-1990 og skrifaði umsagnir um barnabækur í Morgunblaðið frá 1991. Sigrún Klara er löggiltur skjalaþýðandi í og úr ensku.[1]

Rannsóknir

[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknir Sigrúnar Klöru voru fyrst tengdar aðgengi að vísindalegum upplýsingum og fjallaði doktorsritgerð hennar um samvinnu háskólabókasafna og landsbókasafna yfir landamæri og hvernig samvinna landa, t.d. Norðurlandanna á öðrum sviðum samfélagsins stuðlaði að aðgengi að upplýsingum og miðlun án samkeppni.[7] Önnur rannsóknarviðfangsefni hafa verið tengd skólasöfnum, þróun þeirra og menntun skólasafnvarða, barnabókaútgáfu og lestri barna svo og rannsókn á því hvernig jólagjafahefðin íslenska hefur áhrif á aðgengi íslenskra barna að fjölbreyttum bókakosti á íslensku. Hún tók þátt í alþjóðlegri rannsókn á siðfræði í bókasöfnum og hvernig bókasafnsfræðingar þurfa að þræða hinn gullna meðalveg milli þess að miðla upplýsingum án takmarkana og þess að gæta þess að upplýsingar sem veittar eru sé ekki til skaða.[8] Sigrún Klara hefur skrifað um 300 greinar í innlend og erlend tímarit um þekkingarstjórnun, upplýsingasamfélagið, rafræn bókasöfn, skólasöfn, bókfræðilega stjórnun og aðgengi að upplýsingum, siðfræði í upplýsingadreifingu, barnabókmenntir, lestur barna og aðgengi að lestrarefni o.fl. Undarfarin ár hefur hún rannsakað sögu kvenna frá Seyðisfirði og skrifað alls 11 greinar um konur í tímaritið Gletting.[9]

Önnur störf og verkefni

[breyta | breyta frumkóða]

Sigrún Klara hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan Háskóla Íslands, fyrir menntamálaráðuneytið og alþjóðlega. Hún var einn af stofnendum Félags bókasafnsfræðinga, einn stofandi Skólavörðunnar, félags um skólasöfn og formaður 1989-1992.[3] Hún var í fyrstu alþjóðlegu nefndinni um skólasöfn innan IFLA – Alþjóðlegu bókasafnasamtökunum frá 1976 -1997, í stjórn IASL – Alþjóðlegu skólasafnasamtakanna um árabil og forseti samtakanna 1995-1998.[1]

Vinir Perú

Sigrún Klara rekur hjálparsamtökin Vini Perú[10] sem styrkir skóla í fátækum héruðum Perú, einkum í Andes-fjöllunum. Nú styðja Vinir Perú við lítið þorp í 4000 metra hæð sem heitir Cancha Cancha, en áður hafa samtökin komið upp skólasafni og keypt bækur og tölvur í skóla auk þess sem sett hafa verið upp eldhús þar sem börn geta fengið heita máltíð á hverjum degi.[11]

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Anglia Scholarship 1965 til enskunáms.
  • Fullbright Scholarship 1967-1968.
  • UNESCO Scholarship til doktorsnáms 1977-1978.
  • Delta Kappa Gamma Scholarship til doktorsnáms 1985.
  • Riddarakross Fálkaorðu|hinnar íslensku fálkaorðu, 1. janúar 2003 fyrir framlag til bókasafns- og upplýsingafræða.[12]
  • Heiðursfélagi Upplýsingar, Félags bókasasfns- og upplýsingafræði 2007, Distinguished Alumna Award frá Wayne State University 2009.[1]
  • Heiðursviðurkenning Delta Kappa Gamma 2015, European Achievement Award frá Delta Kappa Gamma og síðan Delta Kappa Gamma Achievement Award, æðstu viðurkenningu Delta Kappa Gamma árið 2013.[13]

Foreldrar: Hannes Jónsson, verkamaður á Seyðisfirði (1905-1982) og Sigríður Jóhannesdóttir (1907-2012). Sigrún Klara var gift Indriða Hallgrímssyni (1944-1979), bókasafnsfræðingi. Sonur þeirra er Hallgrímur Indriðason, fréttamaður. Hann er giftur og á tvær dætur.[1]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 „Mbl.is. (2013, 9. október). Félagslyndur ferðalangur. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, prófessor emerita – 70 ára“. Sótt 19. júlí 2019.
  2. 2,0 2,1 „Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. (1998). Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna (bls. 66-67)“. Sótt 19. júlí 2019.
  3. 3,0 3,1 „Dagblaðið Vísir – DV. (1993, 9. október). Sigrún Klara Hannesdóttir“. Sótt 19. júlí 2019.
  4. Áslaug Agnarsdóttir. (2004). NORDINFO. Norræna samstarfsnefndin um vísindalegar upplýsingar. Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga, 29(1), 21-23. Sótt 19. júlí 2019
  5. Alþingi. (1999). Skýrsla samstarfsráðherra Norðurlanda um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 1998. 123. löggjafarþing 1009-99. Sótt 19. júlí 2019
  6. Mbl.is. (2001, 14. nóvember). Sigrún Klara Hannesdóttir er prófessor í... mbl.is. Sótt 19. júlí 2019
  7. Skrá um doktorsritgerðir Íslandinga. Sigrún Klara Hannesdóttir. Sótt 19. júlí 2019
  8. Sigrún Klara Hannesdóttir. (1995). Samviskuspurningar með siðfræðilegu ívafi. Bókasafnið, 19(1), 52-58. Sótt 19. júlí 2019
  9. Glettingur. Sótt 19. júlí 2019
  10. Ríkisskattstjóri. (e.d.). Vinir Perú (5312071300). Sótt 19. júlí 2019
  11. GunnÞóra Gunnarsdóttir. (2018, 21. febrúar). Gat ekki gleymt stráknum skólausum. Fréttablaðið. Sótt 19. júlí 2019
  12. Forseti Íslands. Orðuhafaskrá.
  13. DKG Ísland. (2013). Sigrún fær alþjóðlega viðurkenningu. Sótt 19. júlí 2019

Helstu ritverk

[breyta | breyta frumkóða]

Greinar og fyrirlestrar á ráðstefnum

Bókakaflar

  • NORDINFO: Supporting the electronic research library development through international cooperation. Í: Knowledge, Information and Democracy in the Open Society: the Role of the Library and Information Sector. Proceedings. 9th International BOBCATSSS Symposium on Library and Information Science. Vilnius University, Vilnius, January 29-31, 2001, s. 451-460.
  • The Nordic Electronic Research Library. Í: The Internet Librarian International 2000. 20-22 March 2000.
  • Children’s literature as the basis for cultural identity: The Case of Iceland. Í: Text, Culture and National Identity is Children's Literature: International Seminar on Children's Literature: Pure and Applied. University College Worcester, England. June 14th-19th 1999. Edited by Dr. Jean Webb. Helsinki: NORDINFO, 2000, s. 209-223.
  • From books to the information superhighway: Young people’s reading habits and Internet use in Iceland. Í: Education for all: Culture, Reading and Information. Ed. by Snunith Shoham and Moshe Yitzhaki. Proceedings of the 27th International Conference of the International Association of School Librarianship. Ramat Gan: International Association of School Librarianship, 1998, s. 55-68.
  • Library education in Iceland: New solutions to old problems. Í: Education for Librarianship in the Nordic Countries. Ed. by Ole Harbo and Niels Ole Pors. London, Mansell, 1998, s. 53-89. (The Education of Library and Information Professionals. An International Series).
  • Skólasöfn í grunnskólum". Í Sál aldanna : Íslensk bókasöfn í fortíð og nútíð Geymt 24 júlí 2019 í Wayback Machine. Ritstj: Guðrún Pálsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 1997, s. 305-320.
  • Kennsla í bókasafns- og upplýsingafræði 1956-1996 Geymt 24 júlí 2019 í Wayback Machine. Í: Sál aldanna : Íslensk bókasöfn í fortíð og nútíð. Ritstj: Guðrún Pálsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 1997, s. 403-415.
  • National survey of primary school libraries in Iceland. Í: Sustaining the Vision: A Collection of Articles and Papers on Research in School Librarianship, in Honour of Jean E. Lowrie. Ed. Laurel. A. Clyde for the International Association of School Librarianship. Castlerock, Colorado: Hi Willow, 1996. s. 47-63.
  • School librarians: Guidelines for essential competencies Geymt 10 maí 2018 í Wayback Machine. Í: IFLA 61st General Conference 20-26 August 1995. Booklet 3. Division of Libraries Serving the General Public. s. 82-89.
  • Global Issues in 21st Century Research Librarianship. 25th Anniversary Publication. Edited by

Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir. Helsinki, NORDINFO, 2002. 624 s. (NORDINFO Publication, 48).

Bækur