Fara í innihald

Shenyang Taoxian-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir Shenyang Taoxian alþjóðaflugvöllinn við Shenyang borg, Liaoning héraði í Kína.
Shenyang Taoxian alþjóðaflugvöllinn við héraðshöfuðborgina Shenyang í Kína.
Mynd sem sýnir innritunaraðstöðu Shenyang Taoxian alþjóðaflugvallar við Shenyang borg í Kína.
Innritunaraðstaða Shenyang Taoxian alþjóðaflugvallarins.
Mynd sem sýnir snarlest við Shenyang Taoxian alþjóðaflugvöllinn við Shenyang borg í Kína.
Snarlestir tengja Shenyang Taoxian flugvöll við miðborg Shenyang.

Alþjóðaflugvöllur Shenyang Taoxian (IATA: SHE, ICAO: ZYTX) (kínverska: 沈阳桃仙国际机场; rómönskun: Shěnyáng Táoxiān Guójì Jīchǎng) er flughöfn Shenyang, höfuðborgar Liaoning héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína.

Flugvöllurinn er staðsettur um um 18 kílómetra frá miðborg Shenyang í bæjarfélaginu Taoxian, suður úthverfi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn sitt.

Hann hefur eina farþegamiðstöð. Hann er einn nokkurra flugvalla borgarinnar en sá eini sem er opin fyrir almennt farþegaflug. Hann er meginflughöfn héraðsins Liaoning.

Líkt og margir aðrir flugvellir Kína hefur hann vaxið mjög hratt. Árið 2019 fóru um 19 milljón farþega um flugvöllurinn og um 140.000 tonn af farmi.

Snarlest og strætisvagnar tengja flughöfnina við miðborg Shenyang og við nærliggjandi borgir, svo sem Fushun, Liaoyang og Anshan.

Flugvöllurinn er sérstakur áhersluvöllur fyrir China Southern Airlines. Önnur umfangsmikil flugfélög eru Ruili Airlines, China Eastern Airlines, Spring Airlines, og Sichuan Airlines. Alls starfa þar 41 flugfélög.

Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug til Hong Kong, Frankfurt am Main, Vancouver, Makaó, Seúl, Tókýó, og fleiri staða.