Sheikh Hasina Wazed
Sheikh Hasina Wazed শেখ হাসিনা ওয়াজেদ | |
---|---|
![]() Hasina árið 2018. | |
Forsætisráðherra Bangladess | |
Núverandi | |
Tók við embætti 6. janúar 2009 | |
Forseti | Iajuddin Ahmed Zillur Rahman Mohammad Abdul Hamid Mohammed Shahabuddin |
Forveri | Fakhruddin Ahmed (til bráðabirgða) |
Í embætti 23. júní 1996 – 15. júlí 2001 | |
Forseti | Abdur Rahman Biswas Shahabuddin Ahmed |
Forveri | Muhammad Habibur Rahman (til bráðabirgða) |
Eftirmaður | Latifur Rahman (til bráðabirgða) |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 28. september 1947 Tungipara, Gopalganj, Austur-Bengal, Pakistan (nú Bangladess) |
Þjóðerni | Bangladessk |
Stjórnmálaflokkur | Awami-bandalagið |
Maki | M. A. Wazed Miah (g. 1968; d. 2009) |
Börn | Sajeeb, Saima |
Foreldrar | Sheikh Mujibur Rahman og Sheikh Fazilatunnesa Mujib |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift | ![]() |
Sheikh Hasina Wazed (bengalska: শেখ হাসিনা ওয়াজেদ) (f. 28. september 1947) er núverandi forsætisráðherra Bangladess, í embætti frá árinu 2009. Hún var áður forsætisráðherra frá 1996 til 2001 og hefur samtals setið lengur en nokkur annar forsætisráðherra landsins.
Hasina er dóttir fyrsta forseta Bangladess, Sheikh Mujibur Rahman og hefur verið virk í bangladesskum stjórnmálum í um fjörutíu ár. Hún hefur verið formaður Awami-bandalagsins frá árinu 1981 og var sem slík leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá 1986 til 1990 og frá 1991 til 1995 og forsætisráðherra Bangladess frá 1996 til 2001. Hasina varð forsætisráðherra á ný eftir stórsigur Awami-bandalagsins árið 2009. Hún hóf sitt þriðja kjörtímabil sem forsætisráðherra eftir kosningar árið 2014 en í þeim kosningum neituðu flestir stjórnarandstöðuflokkarnir að taka þátt vegna ósættis um framkvæmd þeirra. Í flestum fyrri kosningum landsins hafði óháð bráðabirgðastjórn verið skipuð til þess að sjá um framkvæmd kosninga en árið 2011 ákvað Hasina að falla frá því kerfi og skipaði þess í stað stjórn eigin bandamanna til að sjá um kosningarnar.[1]
Hasina og Awami-bandalagið unnu stórsigur í kosningum árið 2018[2] en kosningarnar einkenndust af ofbeldi milli kjósenda[3] og stjórnarandstaðan líkti þeim við „farsa“.[4]
Í um tuttugu ár hefur helsti keppinautur Hasina verið leiðtogi bangladesska Þjóðernisflokksins (BNP), Khaleda Zia.[5] Konurnar tvær hafa skipst á því að vera forsætisráðherrar landsins (að undanskyldum bráðabirgðastjórnum) frá árinu 1991.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Stjórnarandstaðan hyggst sniðganga kosningarnar“. Morgunblaðið. 3. desember 2013. Sótt 30. desember 2018.
- ↑ „Vilja ógilda kosningarnar í Bangladess“. RÚV. 30. desember 2018. Sótt 2. janúar 2019.
- ↑ „Fimm látnir á kjördegi í Bangladess“. mbl.is. 30. desember 2018. Sótt 2. janúar 2019.
{{cite web}}
: soft hyphen character í|title=
á staf nr. 10 (hjálp) - ↑ „Fordæma „farsakenndar" kosningar“. mbl.is. 30. desember 2018. Sótt 2. janúar 2019.
{{cite web}}
: soft hyphen character í|title=
á staf nr. 4 (hjálp) - ↑ „Tvær konur berjast um völdin“. Fréttablaðið. 1. október 2001. Sótt 30. desember 2018.
Fyrirrennari: Muhammad Habibur Rahman (til bráðabirgða) |
|
Eftirmaður: Latifur Rahman (til bráðabirgða) | |||
Fyrirrennari: Fakhruddin Ahmed (til bráðabirgða) |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |