Fara í innihald

Sheikh Hasina Wazed

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sheikh Hasina Wazed
শেখ হাসিনা ওয়াজেদ
Hasina árið 2018.
Forsætisráðherra Bangladess
Í embætti
6. janúar 2009 – 5. ágúst 2024
ForsetiIajuddin Ahmed
Zillur Rahman
Mohammad Abdul Hamid
Mohammed Shahabuddin
ForveriFakhruddin Ahmed (til bráðabirgða)
EftirmaðurMuhammad Yunus (sem aðalráðgjafi)
Í embætti
23. júní 1996 – 15. júlí 2001
ForsetiAbdur Rahman Biswas
Shahabuddin Ahmed
ForveriMuhammad Habibur Rahman (til bráðabirgða)
EftirmaðurLatifur Rahman (til bráðabirgða)
Persónulegar upplýsingar
Fædd28. september 1947 (1947-09-28) (76 ára)
Tungipara, Gopalganj, Austur-Bengal, Pakistan (nú Bangladess)
ÞjóðerniBangladessk
StjórnmálaflokkurAwami-bandalagið
MakiM. A. Wazed Miah (g. 1968; d. 2009)
BörnSajeeb, Saima
ForeldrarSheikh Mujibur Rahman og Sheikh Fazilatunnesa Mujib
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Sheikh Hasina Wazed (bengalska: শেখ হাসিনা ওয়াজেদ) (f. 28. september 1947) er bangladessk stjórnmálakona sem var forsætisráðherra Bangladess frá 1996 til 2001 og aftur frá 2009 til 2024. Hún hefur samtals setið lengur en nokkur annar forsætisráðherra landsins.

Hasina er dóttir fyrsta forseta Bangladess, Sheikh Mujibur Rahman og hefur verið virk í bangladesskum stjórnmálum í um fjörutíu ár. Hún hefur verið formaður Awami-bandalagsins frá árinu 1981 og var sem slík leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá 1986 til 1990 og frá 1991 til 1995 og forsætisráðherra Bangladess frá 1996 til 2001. Hasina varð forsætisráðherra á ný eftir stórsigur Awami-bandalagsins árið 2009. Hún hóf sitt þriðja kjörtímabil sem forsætisráðherra eftir kosningar árið 2014 en í þeim kosningum neituðu flestir stjórnarandstöðuflokkarnir að taka þátt vegna ósættis um framkvæmd þeirra. Í flestum fyrri kosningum landsins hafði óháð bráðabirgðastjórn verið skipuð til þess að sjá um framkvæmd kosninga en árið 2011 ákvað Hasina að falla frá því kerfi og skipaði þess í stað stjórn eigin bandamanna til að sjá um kosningarnar.[1]

Hasina og Awami-bandalagið unnu stórsigur í kosningum árið 2018[2] en kosningarnar einkenndust af ofbeldi milli kjósenda[3] og stjórnarandstaðan líkti þeim við „farsa“.[4]

Í um tuttugu ár hefur helsti keppinautur Hasina verið leiðtogi bangladesska Þjóðernisflokksins (BNP), Khaleda Zia.[5] Konurnar tvær skiptust á því að vera forsætisráðherrar landsins (að undanskildum bráðabirgðastjórnum) frá árinu 1991 til ársins 2024.

Í júlí 2024 brutust út mótmæli gegn stjórn Hasina vegna óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að þriðjungur opinberra starfa skyldi frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna. Mótmælin urðu brátt að almennum mótmælum á móti sitjandi stjórnvöldum og héldu áfram jafnvel eftir að lagabreytingin var afturkölluð. Meira en 280 manns höfðu látið lífið í mótmælunum í byrjun ágúst, þar af níutíu þann 4. ágúst.[6] Hasina sagði loks af sér og flúði frá Bangladess þann 5. ágúst 2024.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Stjórnarandstaðan hyggst sniðganga kosningarnar“. Morgunblaðið. 3. desember 2013. Sótt 30. desember 2018.
  2. „Vilja ógilda kosningarnar í Bangladess“. RÚV. 30. desember 2018. Sótt 2. janúar 2019.
  3. „Fimm látn­ir á kjör­degi í Bangla­dess“. mbl.is. 30. desember 2018. Sótt 2. janúar 2019.
  4. „For­dæma „far­sa­kennd­ar" kosn­ing­ar“. mbl.is. 30. desember 2018. Sótt 2. janúar 2019.
  5. „Tvær konur berjast um völdin“. Fréttablaðið. 1. október 2001. Sótt 30. desember 2018.
  6. Jón Ísak Ragnarsson (5. ágúst 2024). „Minnst níu­tíu mót­mælendur drepnir í Bangla­dess“. Vísir. Sótt 5. ágúst 2024.
  7. Ragnar Jón Hrólfsson (5. ágúst 2024). „Forsætisráðherra Bangladess segir af sér“. RÚV. Sótt 5. ágúst 2024.


Fyrirrennari:
Muhammad Habibur Rahman
(til bráðabirgða)
Forsætisráðherra Bangladess
(23. júní 199615. júlí 2001)
Eftirmaður:
Latifur Rahman
(til bráðabirgða)
Fyrirrennari:
Fakhruddin Ahmed
(til bráðabirgða)
Forsætisráðherra Bangladess
(6. janúar 20095. ágúst 2024)
Eftirmaður:
Muhammad Yunus
(sem aðalráðgjafi)