Fara í innihald

Scissor Sisters

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Scissor Sisters
Upplýsingar
UppruniFáni Bandaríkjana Bandaríkin
Ár2001 – í dag
StefnurPopptónlist
ÚtgáfufyrirtækiPolydor
Universal
MeðlimirJake Shears
Babydaddy
Ana Matronic
Del Marquis
Paddy Boom
VefsíðaScissorSisters.com

Scissor Sisters er bandarísk hljómsveit sem var stofnuð árið 2001. Sveitin hlaut miklar vinsældir á Bretlandseyjum og á Írlandi. Helstu áhrifavaldar sveitarinnar eru rokk- og popphljómsvetir frá New York-borg auk menningar samkynhneigðra þar í borg. Fullt heiti hljómsveitarinnar er Dead Lesbian and the Fibrillating Scissor Sisters og er nafnið dregið af dregið af lesbískri kynlífsstellingu.

Hljómsveitin verður til

[breyta | breyta frumkóða]

Kjarni hljómsveitarinn var til árið 2000 þegar Shears og Babydaddy kynntust í háskóla í Kentucky og hófu þeir að leika tónlist saman. Shears vann seinna sem fatafella í New York og á þeim tíma kynntust þeir Babydaddy Ana Matronic á Hrekkjavökuballi. Þríeykið spilaði saman og bættist Del Marquis í hópinn. Sveitin skrifaði undir plötusamning við A Touch of Glas og gaf út smáskífuna Electrobix árið 2002. Á bakhlið hennar var Pink Floyd-lagið Comfortably Numb sem síðar kom út á breiðskífunni Scissor Sisters. Hljómsveitina vantaði tónleikatrommara og auglýsti því í smáauglýsingum - þannig kom Paddy Boom inn í félagsskapinn.

Á toppinn (2003 - 2005)

[breyta | breyta frumkóða]

Comfortably Numb var mikið spilað af plötusnúðum á Bretlandi og sveitin spilaði í fyrsta sinn þar í landi á The Cock venue í London. Lagið vakti athygli Polydor útgáfufyrirtækisins og hljómsveitin skrifaði undir samning við það.

Fyrsta smáskífan, gefin út af Polydor, var Laura sem kom út árið 2003 og komst hæst í 54. sæti breska vinsældalistans auk þess sem hún hlaut mikla spilun í Ástralíu. Undir lok ársins fór lagið It can't come quickly enough að hljóma og kom meðal annars fram í kvikmyndinni Party Monster.

Comfortably Numb var endur-útgefið 2004 og komst þá á blað; komst hæst í 10. sæti breska vinsældalistans. Jafnframt komst Take Your Mama í 17. sæti listans, endur-útgáfa Laura í það fimmtánda, ballaðan Mary í 14. sæti og Filthy/Gorgeous í 5. sætið. Öll lögin komu út á breiðskífunni samnefndri hljómsveitinni og sú breiðskífa var sú mest selda í Bretlandi þetta ár. Hopes and Fears með hljómsveitinni Keane var einungis 582 eintökum á eftir. Breiðskífan er, árið 2006, 10. mest selda plata 21. aldarinnar og 51. mest selda plata í sögu Bretlands.

Í heimalandinu hefur sveitin ekki verið eins vinsæl en hafa þó Take Your Mama og Filthy/Gorgeous notið vinsælda þar, það síðarnefnda sérstaklega á hommabörum. Platan var tekin úr sölu í Wal Mart-verslunarkeðjunni vegna „grófyrða“.

Ta-Dah (2005 - )

[breyta | breyta frumkóða]

Upptökur á annarri breiðskífunni, Ta-Dah, hófust á vormánuðum 2005 og byrjaði sveitin að forspila lögin á Live 8-tónleikunum í júlí sama ár. Platan var tekin upp í hljóðveri sveitarinnar og kom Elton John meðal annars að upptökunum, lék hann á píanó við lagið I Don't Feel Like Dancin'. Elton samdi lagið með Shears. Lagið komst í 1. sæti breska vinsældalistans þann 10. september 2006. John er meðal annars titlaður sem einn framleiðenda plötunnar, sem kom út í Bretlandi 18. september en 26. september í Bandaríkjunum. Platan lak þó á netið fimm dögum áður en hún kom út á Bretlandi.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Lag Bretland UK Niðurhal Írland IE Niðurhal US Danslisti Hot Dance Music/Club Play Þýskaland Ástralía Japan Kína Danmörk Argentína Spánn Frakkland Euro Hot 100 Breiðskífa
2002 "Electrobix" The Demo Album
2003 "Laura" 54 - - - - - - - - - - - - - 39 Scissor Sisters
2004 "Comfortably Numb" 10 - 30 - 1 - 97 73 32 50 12 44 - 99 37 Scissor Sisters
"Take Your Mama" 17 15 25 - - - 99 40 16 33 4 2 - 2 61 Scissor Sisters
"Laura" (endur-útgefið) 12 - 17 - - - - 66 64 50 64 33 - 6 - Scissor Sisters
"Mary" 14 - - - - - - - 21 27 72 56 - 13 - Scissor Sisters
2005 "Filthy/Gorgeous" 5 6 13 - 16 1 - 29 3 6 3 2 2 2 38 Scissor Sisters
2006 "I Don't Feel like Dancin'" 1 1 2 2 - 2 1 1 11 23 2 5 1 2 1 Ta-Dah
"Land of A Thousand Words" 19 66 44 - - - - - - - - - - - 114 Ta-Dah