Fara í innihald

Kentum- og satem-mál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Satem-mál)
Fjöltímalegt kort sem sýnir áætlaða útbreiðslu kentum- og satem-mála. Satem-mál eru merkt rauðu og kentum-mál bláu.

Indóevrópskum tungumálum er skipt í tvo flokka: kentum-mál og satem-mál, miðað við hversu tungubakshljóð (hljóð eins og „k“ og „g“) frumindóevrópsku þróuðust í viðkomandi máli. Dæmi um ólíku þróanir þessara hljóða er orðið yfir „hundrað“ í elstu indóevrópsku málunum sem til eru heimildir um: í kentum-málum byrjaði það oft á /k/ (á latínu var centum borið fram með /k/ í framstöðu), en í satem-málum byrjaði það oft á /s/ (orðið satem er úr avestísku, sem var notuð í sóróískum helgiritum).

Í töflunni hér að neðan má sjá endurgerðu tungubakshljóð frumindóevrópsku, í þremur seríum (samkvæmt nýlegum kenningum hefðu mögulega verið aðeins tvær seríur, eða þrjár seríur með öðruvísi framburði en þeim sem er lýst hér fyrir neðan). Í kentum-málunum féllu framgómmælt gómhljóð (e. palatovelars) — þar á meðal samhljóðið í framstöðu orðsins yfir „hundrað“ — saman við „hreinu“ gómhljóðin, þar sem í satem-málunum hélst aðgreiningin, en varamæltu gómhljóðin (e. labiovelars) féllu saman við „hreinu“ gómhljóðin.

*kʷ, *gʷ, *gʷʰ (varamælt gómhljóð) samfellt í satem-málum
samfellt í centum-málum *k, *g, *gʰ (gómhljóð)
*ḱ, *ǵ, *ǵʰ (framgómmælt gómhljóð) blísturshljóðuð (e. assibilated) í satem-málum

Kentum-satem-skiptingin myndar mállýskumörk í eintímalegum (synkrónískum) lýsingum á fornum indóevrópskum málum. Samt er ekki gert ráð fyrir að frumindóevrópska hafi klofnað í kentum-grein og satem-grein, og þaðan hafi komið öll kentum- og satem-mál. Slík þróun er ólíkleg miðað við að þrátt fyrir að satem-mál séu almennt austlæg og kentum-mál vestlæg er austlægasta grein indóevrópskra mála tokkaríska, kentum-mál.

Kentum-mál

[breyta | breyta frumkóða]

Viðurkenndu kentum-ættirnar eru yfirleitt „vestrænar“ greinar: hellenísk, keltnesk, ítalísk og germönsk mál. Anatólísk mál falla líklegast ekki undir kentum-satem-skiptinguna. Tokkaríska er yfirelitt talin kentum-mál.

Satem-mál eru yfirleitt „austræn“, þ.e. indóírönsk og baltóslavnesk mál. Albanska og armenska eru líka yfirleitt taldar satem-mál.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.