Tokkaríska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Brot úr pappírshandriti á tokkarísku.

Tokkaríska er ein af minnst þekktu greinum indóevrópskra tungumála. Hún skiptist í tvö tungumál: Tokkarísku A (agnísku, túrfönsku, karasjarísku eða austurtokkarísku) og Tokkarísku B (kútsjönsku eða vesturtokkarísku). Þau voru töluð af Tokkörum í Tarímdældinni (sem nú er Sinkiang í Kína) í Mið-Asíu á 6. öld til 8. aldar þegar þau dóu út fyrir áhrif frá úígúrum sem tóku að sækja inn í Tarímdældina um 800.

Tokkarísku málin og tokkaríska stafrófið voru óþekkt þar til handrit rituð á tokkarísku uppgötvuðust fyrir tilviljun í byrjun 20. aldar. Efni þessara handrita er einkum þýðingar helgar á búddískum sanskrít-textum en auk þess er um að ræða ýmis skjöl úr klaustrum búddamunka, reikninga og verslunarbréf.

Jörundur Hilmarsson hóf að gefa út tímarit á Íslandi sem fjallaði eingöngu um Tokkarísk fræði árið 1987 (Tocharian and Indo-European Studies), en þegar hann lést 1992 fluttist útgáfa þess til Danmerkur. Jörundur hóf einnig ritun orðsifjaorðabókar tokkarískunnar sem Málvísindastofnun gaf síðan út í sérriti sem nefnist Materials for a Tocharian Historical and Etymological Dictionary og inniheldur drög að þeirri bók, en Jörundur lauk ekki við hana fyrir andlát sitt.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.