Sandgræðsla
Sandgræðsla var verkefni á vegum ríkisins sem hófst þann 8. júlí 1907 á Reykjasandi á Skeiðum og fólst í að hefta sandfok sem þá ógnaði miklum hluta sveitarinnar. Sandgræðsla var upphafið að landgræðslustarfi á Íslandi, enda hét Landgræðsla ríkisins áður Sandgræðsla Íslands.
Fyrsta sumarið, árið 1907, voru gerðir 700 faðmar af grjótgörðum og þurfti að flytja grjótið langan veg á hestvögnum. Þessti grjótgarður er enn sjáanlegur á Reykjasandi. Margir unnu að sandgræðslunni (í sandgræðsluvinnu) og á fyrstu árunum var unnið undir umsjón skógræktarsjórans K. Hansen.
1912 var byrjað að hlaða í svonefnda Lyngkvísl. Um hana rann áður allt vatn úr Langholtsskurði norðvestur í Beraflóð og lónaði þar uppi. En síðar þegar hlaðið var upp í kvíslina rann vatnið austur og suður á sandana og dreifði sér þar. Hélt það sandinum blautum svo hann náði síður að fjúka þó hvasst væri. [1]