Fara í innihald

Trúðfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Trúðfiskur (Orange clownfish)
Trúðfiskur
Trúðfiskur
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Pomacentridae
Ættkvísl: Amphiprion
Tegund:
A. percula

Tvínefni
Amphiprion percula
Útbreyðsla Trúðfiska
Útbreyðsla Trúðfiska

Trúðfiskur (Fræðiheiti: Amphiprion percula) er mjög vinsæll skrautfiskur. Trúðfiskurinn tilheyrir ásamt um 25 öðrum tegundum, ættkvíslinni Amphiprion eða trúðfiskar og finnast langflestir þeirra í hitabeltissjó. Hann lifir samlífi með sæfíflum.

Heimkynni[breyta | breyta frumkóða]

Trúðfiskar búa aðalega í sjó sem er frekar heitur. Eins og sést á myndinni hér til vinstri þá lifir Trúðfiskurinn mest í Indlandshafi, við austurströnd Afríku, í kringum Ástralíu og austan við Asíu.

Trúðfiskurinn og sæfíflar[breyta | breyta frumkóða]

Trúðfiskurinn lifir í samlífi með eitruðum sæfíflum sem þó ekki skaða hann og er ekki að fullu vitað hví sæfíflarnir láta trúfiskana óáreitta. Ein kenningin er sú að þeir gefi frá sér efni sem sæfíflunum geðjist ekki að, önnur að um samlífi sé að ræða af praktískum ástæðum, það er að trúðfiskarnir laði að aðra fiska sem sæfíflarnir geti síðan drepið og étið. Enn önnur kenning er sú að bæði trúðfiskurinn og sæfífillinn þurfi á hvor öðrum að halda, trúðfiskurinn fær skjól frá ránfiskum og með því að vera alltaf að synda í gegnum sæfífilinn, þá hreinsar fiskurinn sæfífilinn og þannig á hann auðveldara með það að fá súrefni.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Hinn venjulegi trúðfiskur er appelsínugulur með þrjár breiðar hvítar rendur. Hann er frekar lítill og verður mjög sjaldan 8 cm á lengd og örsjaldan verður hann stærri.

Lifnaðarhættir trúðfiska[breyta | breyta frumkóða]

Trúðfiskurinn er ólíkur öðrum fiskum að því leiti að þeir lifa í eins og lítilli „fjölskyldu“, tveir kynþroska fiskar og tveir til þrír ókynþroska fiskar. Stærsti fiskurinn í „fjölskyldunni“ er kvenkyns og því í raun eins og „mamman“. Sá næst stærsti er karlkyns og er því eins og „pabbinn“ og þessir ókynþroska fiskar eru líkt og börnin og kynlausir í raun. En ef að mamman deyr, þá breytist pabbinn í mömmu og stærsti ókynþroska fiskurinn verður að pabba. Því mætti segja að í teiknimyndinni Leitin að Nemo er pabbinn í raun ekki „pabbinn“ heldur „mamman“ og Nemo í raun ekki „barnið“ heldur pabbinn. Það verða oft mikil átök í fjölskyldum út af þessu og það getur bitnað á ókynþroska fiskunum. Þetta hins vegar virðist allt breytast ef þeir eru í búrum því þar lifa þeir sáttir við hver annan. Enda eru þeir eru mjög vinsælir í fiskabúrum um allan heim.

Æxlun[breyta | breyta frumkóða]

Trúðfiskurinn leggur eggin á flatt yfirborð nálægt sæfíflinum sem hún býr í þegar að það er fullt tungl. Hver fiskur leggur nokkur hundruð til þúsunda eggja í einu. Pabbinn passar þá eggin í sex til tíu daga eða þangað til eggin klegjast út. Þau opnast um tveimur klukkustundum eftir að það dimmir.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Trúðfiskar lifa aðalega á dýrasvifi í sjónum eða svifi sem að hefur laggst á sæfífilinn. Einnig lifa sumir trúðfiskar á næringarefnum sem þeir fá frá þörungum. Þeir trúðfiskar sem búa í fiskabúrum fá hins vegar sértilgerðan mat í flögum sem að eigendur þeirra gefa þeim.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Getur þú sagt mér allt um trúðfiska?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.