Samlífi
Útlit
(Endurbeint frá Samhagsmunalegt)
Samlífi er í vistfræði víxlverkun tveggja lífvera hver á aðra. Hugtakið hýsill er venjulega notað yfir stærri lífveruna en sambýlingur yfir þá minni. Samlífi má skipta í tvo flokka: innanfrumusamlíf og utanfrumusamlíf.
Dæmi um samlífi neðansjávar er hvernig sæfífillinn leirblóm (Bolcera tuediae) og pólrækja(Lebbeus polaris) virðast lifa í sérstöku samlífi.[1]
Gerðir samlífis
[breyta | breyta frumkóða]- Sníkjulífi: Samlífi sem er óhagstætt annarri lífverunni en hagstætt hinni (+ -).
- Samhjálp: Samlífi sem er hagstætt báðum lífverunum (+ +).
- Gistilífi: Samlífi sem er hagstætt annarri lífverunni en hefur ekki áhrif á hina (+ 0).
- Ójöfn samkeppni: Samlífi sem er óhagstætt annarri lífverunni en hefur ekki áhrif á hina (- 0).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ingibjörg G. Jónsdóttir og Steinunn H. Ólafsdóttir, Samlífi sæfífils og rækju, Náttúrufræðingurinn 86 (3–4), bls. 91–96, 2016