Fara í innihald

Samúræi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Samúræji)
Samúræi í hefðbundnum herklæðum.

Samúræi ( eða stundum ) er almenna nafnið á hermönnum fyrir tíð iðnvæðingarinnar í Japan.

Hugtakið bushi (武士) (bókstaflega „stríðsmaður“) þykir oft eiga betur við og er nafnið sem notað var á Jedótímabilinu. Nafnið samúræi nú á dögum á vanalega við aðalsstétt stríðsmanna sem bjó yfir sérstakri ættgöfgi í Japan til forna. Samúræi sem tilheyrði engri sérstakri ætt eða daimyō var kallaður rōnin (浪人). Rōnin var einnig notað yfir þá samúræja sem tapað höfðu heðiri sínum (líkt og að verða fyrir þeirri smán að tapa í orrustu eða bardaga) og svikist undan þeirri skyldu sinni að framkvæma seppuku (切腹) eða heiðurssjálfsmorð sem felst í að rista upp á sér kviðinn en seppuku frömdu þeir til þess að endurheimta ættgöfgi sína eða heiður fjölskyldunar sem þeir tilheyrðu. Samúræjar á Hantímabilinu voru kallaðir hanshi.

Það var ætlast til þess að samúræjar væru sérstaklega siðmenntaðir og víðlesnir upp að vissu marki. Með tímanum misstu samúræjar hernaðarhlutverk sitt. Seinna undir lok tímabilsins voru þeir orðnir lítið annað en aðalsmenn í þjónustu daimyōins og sverð þeirra einungis upp á punt. Þegar Meiji-endurreisnin átti sér stað á 19. öldinni var samúræjastéttin að lokum upprætt og ríkisher að vestrænum hætti komið á laggirnar. Samúræjarnir lifðu undir ströngu siðaregluverki sem kallast bushido og lifir enn í dag. Samúræjar þóttu lifa afar sérstökum lífstíl og í Japan nútímans lifa enn margir þættir sem tilheyrðu lífstíl samúræjanna. Samúræinn og sverð hans katana eru ein vinsælustu menningartákn Japans í hinum vestræna heimi.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?“. Vísindavefurinn.
  Þessi Japans-tengd grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.