Salt (hljómplata)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Salt
Breiðskífa
FlytjandiHljómsveitin XIII
Gefin út13. maí 1994
StefnaRokk, New Wave/Goth
ÚtgefandiSpor, No Bull Records
StjórnIngvar Jónsson
Tímaröð Hljómsveitin XIII
Salt
(1994)
Serpentyne
(1995)

Salt er fyrsta breiðskífa með hljómsveitinni XIII sem kom út árið 1994. Upptökur á plötunni hófust veturinn 1993 og hún var hljóðblönduð í vöruskemmu í Hafnarfirði af Ingvari Jónssyni. Íslenska útgáfufélagið Spor gaf út plötuna á Íslandi og farið var í útrás í útgáfu plötunnar erlendis.

Steinar Berg, stjórnandi útgáfufélagsins Spor, lenti útgáfu Salt í Evrópu undir merkjum No Bull Records. No Bull Records var nýstofnaður rokkhluti hins mikla Koch útgáfuveldis sem aðallega hefur gefið út klassíska tónlist. Hafði Steinar á orði að aldrei hefði verið jafn fyrirhafnarlítið að lenda erlendum plötusamningi og fyrir plötuna Salt. Platan seldist ágætlega og er orðin ófáanleg í dag. Litið er á Salt sem safneintak.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Zoot (6:20)
 2. Ghost (5:53)
 3. Cat (3:40)
 4. Thirteen (3:59)
 5. Hammer down (5:23)
 6. Home (3:10)
 7. Pupate (4:43)
 8. Slavedriver (4:45)
 9. Crime (5:14)
 10. Serpents child (1:12)
 11. Moon (5:24)
 12. Family affairs (5:35)
 13. Necropolis (6:52)
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.