Fara í innihald

Sagnakvæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sagnakvæði eru íslensk þjóðkvæði undir fornyrðislagi sem finnast í handritum frá seinni hluta 17. aldar og síðar. Þó er talið að þessi kvæði séu miklu eldri en handritin sjálf, þ.e. hafa geymst á vörum fólks um aldir. Sagnakvæðin fengu efni sitt úr seinni tíma sögnum og ævintýrum en einnig úr fornum sögum, þá helst fornaldarsögum. Kvæðin eru oft falleg og tilfinningarík og þykir efnismeðferðin t.d. stinga mjög í stúf við rímur.

Höfundar sagnakvæða eru óþekktir.

Aldur sagnakvæða

[breyta | breyta frumkóða]

Margir fræðimenn hafa reynt að aldursgreina þessi sagnakvæði og töldu Guðbrandur Vigfússon og Jón Þorkelsson t.a.m. að sagnakvæðin hefðu verið ort á 16. öld. Þá segir Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) á einum stað í ritverkum sínum að Kötludraumur sé „gamalt ljóð". Rannsóknir á Kötludraumi sýna að kvæðið hefur verið ort fyrir hljóðdvalarbreytingu á tíma s-stuðlunar og því hefur Kötludraumur verið ortur ekki seinna en á 14. öld.

Dæmi um íslensk sagnakvæði

[breyta | breyta frumkóða]