Fara í innihald

Saga Siglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saga Siglar

Saga Siglar var endurgerður knörr, smíðaður af Sigurd Bjørkedal í Bjørkedalen í Noregi fyrir norska ævintýramanninn Ragnar Thorseth 1982-3. Skipið var smíðað eftir knerrinum Skuldelev I sem var grafinn upp í Hróarskeldufirði 1962. Skipið var 16,5 metrar á lengd og 4,8 metrar á breidd ḿeð eikarkjöl og furuborð.

Árið 1984 lagði Ragnar upp í hnattreisu með skipið 1984-5 og kom meðal annars til Íslands í júlí 1984. Árið 1991 var skipinu siglt við austurströnd Bandaríkjanna ásamt Oseberg og Gaia. Sama ár var Ragnar skipstjóri á Gaia hluta leiðarinnar á Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro. Árið eftir var Saga Siglar siglt til Spánar þar sem ætlunin var að taka þátt í Heimssýningunni í Sevilla '92. Á leiðinni lentu skipin í stormi og sukku en báðum áhöfnum var bjargað. Braki úr Saga Siglar var bjargað og því komið fyrir í safninu Saga Siglar Hall and Documentation Center í Håholmen í Noregi.