Fara í innihald

Úllen dúllen doff - Úrval úr skemmtiþáttum útvarpsins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 133)
Úllen dúllen doff - Úrval úr skemmtiþáttum útvarpsins
Bakhlið
SG - 133
FlytjandiÝmsir
Gefin út1980
StefnaGamanefni
ÚtgefandiSG-hljómplötur
StjórnÞórir Steingrímsson
Hljóðdæmi

Úllen dúllen doff - Úrval úr skemmtiþáttum útvarpsins er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1980.

Á henni flytja íslenskir skemmtikraftar frumsamið íslenskt skemmtiefni. Höfundar og flytjendur: Gísli Rúnar Jónsson, Edda Björgvinsdóttir, Randver Þorláksson og Jónas Jónasson. Gestaleikarar: Sigurður Sigurjónsson, Árni Tryggvason og Hanna María Karlsdóttir. Hljómsveitarstjórn og útsetningar: Vilhjálmur Guðjónsson. Framleiðandi: Jónas Jónasson. Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson. Bixie hljómsveit Úllen dúllen doff: Haraldur Á. Haraldsson, Hlöðver Smári Haraldsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Már Elísson og Sveinn Birgisson. Tæknivinna og magnaravarsla: Þórir Steingrímsson

  1. þáttur 7.2o (mín) - Afhending færeyska jólatrésins. - Menning og list í Skepnufirði
  2. þáttur 12.16 (min) - Á Sankti-Bernhardssjúkrahúsinu. - Öldrunardeildin. - Fyrri heimsóknartími. - Seinni heimsóknartími.
  3. þáttur 9.42 (mín) - Húð og hitt. - Misminni. - Lyfjagjöf. - Á kynfræðsludeild. - Alþingismaður hjá sálfræðing.
  1. þáttur 8.10 (mín) - Túrhilla á kjörstað. - Frambjóðandi hringir í atkvæði. - Barnakennari á kjörstað.
  2. þáttur 11.45 (mín) - Eldhúsmellur. - Í leikhúsinu.
  3. þáttur 9.24 (mín) - Amerískir túrhestar. - Þulur hjá sálfræðing. - Talsamband við útlönd.


Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Efni þessarar hljómplötu er úr skemmtiþáttum útvarpsins Úllen dúllen doff og er valið og sett saman á nýjan leik af höfundunum undir stjórn Gísla Rúnars Jónssonar - Þættirnir sem valið er úr voru á dagskrá útvarpsins veturinn 1978-79 og 1979-80.