Kristján Magnússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kristján H. Magnússon (19031937) var íslenskur listmálari frá Ísafirði. Hann fór 17 ára gamall til Bandaríkjanna og hóf skömmu síðar listnám við Massachusetts-listaskólann í Boston. Eftir fimm ára nám bjó hann áfram í Bandaríkjunum til ársins 1929 og tók virkan þátt í sýningarhaldi við góðan orðstír. Verk Kristjáns eru oftast gerð af mikilli leikni og skólaðri kunnáttu en viðfangsefnin einfölduð, drættirnir ljósir og litir með þíðum, áferðarfallegum blæ.

Nám[breyta | breyta frumkóða]

 • 1921-1926 Massachusetts School of Arts, Boston, Bandaríkin
 • Tilsögn hjá Guðmundi Jónssyni frá Mosdal, Ísland

Helstu sýningar[breyta | breyta frumkóða]

 • 1994 Kristján H. Magnússon, Stöðlakot, Ísland
 • 1986 Kristján H. Magnússon, Listasafn Ísafjarðar, Ísland
 • 1952 Kristján H. Magnússon, Minningarsýning Listamannaskálinn Ísland
 • 1936 London, Bretland
 • 1933 Ísafjörður, Ísland
 • 1933 "Paintings of Iceland by Kristján H. Magnússon", Worchester Art Museum, Bandaríkin
 • 1933 Bankastræti 6, Ísland
 • 1932 Sýning í Bandaríkjunum, Bandaríkin
 • 1931 The Fine Art Society Ltd., Bretland
 • 1929 The Alpine Club, Bretland
 • 1929 Góðtemplarahúsið, Gúttó, Ísland
 • 1929 K.R. húsið, Ísland
 • 1927 Copley Gallery, Bandaríkin

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]