Fara í innihald

Söluturninn á Lækjartorgi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Söluturninn)
Lækjartorg með söluturninum árið 2012.

Söluturninn við Lækjargötu (sem áður fyrr var nefndur Söluturninn á Lækjartorgi) er áttstrendur blaðsöluturn í Reykjavík. Eftir þessum turni eru sjoppur á Íslandi kallaðar söluturnar. Hann var reistur á Lækjartorgi fyrir konungskomuna árið 1907. Rögnvaldur Ólafsson teiknaði húsið. Ekki er vitað hver byggingameistari þess var, en húsið er talið vera mjög vel byggt.

Fyrsti eigandi söluturnsins var Einar Gunnarsson ritstjóri. Gaf hann m.a. út upplýsingabækling sem nefndist: Reykjavíkurvasakver. Meðal annarra eiganda turnsins má nefna Svein Gunnarsson frá Mælifellsá. Ýmis skilyrði voru sett fyrir rekstri söluturnsins í upphafi og skyldi þar vera sendisveinamiðstöð, talsími fyrir almenning og sala á frímerkjum og bréfspjöldum, aðgöngumiðum að skemmtunum, en engin sala önnur.

Leyfistíminn fyrir söluturninn á Lækjartorgi var tíu ár og árið 1917 voru eigendur hans því beðnir um að fjarlægja hann. Að lokum fór svo að turninn var fluttur á lóð Stjórnarráðsins við Arnarhól 1918. Enda þótt turninum hefði nú verið fundinn varanlegur staður var framtíð hans ótrygg enn um sinn. Turninn var fluttur árið 1919 á lóð stjórnarráðsins við Arnarhól og var þar í 50 ár á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Turninn stóð á því horni í rúma hálfa öld. Árið 1972 seldi Ólafur Sveinsson borgarsjóði Reykjavíkur turninn sem var fluttur var á Árbæjarsafn vorið 1973. Þar var hann geymdur þar næstu þrjú árin. Að forgöngu Elínar Pálmadóttur var turninn endurbyggður árin 1977-78 af trésmiðju byggingadeildar borgarinnar. Yfirsmiður var Magnús Björnsson.

Turninn stóð síðan í nokkur ár á Lækjartorgi en honum var síðan fundinn staður hjá Miðbæjarskólanum.

Eitt af kosningaloforðum Besta flokksins í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 2010 var að flytja turninn aftur á sinn stað á Lækjartorg sem var gert sama ár.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.