Fara í innihald

Sögustríðin í Bandaríkjunum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Enola Gay, flugvélin notuð til þess að varpa kjarnorkusprengju á Hiroshima árið 1945, til sýnis á Smithsonian safninu.

Sögustríð er hugtak sem er notað til þess að lýsa þeim átökum sem eiga sér stað á milli hópa sem vilja ná yfirráðum yfir því hvernig sagan er skrifuð, oftar en ekki til pólitísks ávinnings. Hugtakið er ekki bundið einum sérstökum atburði heldur lýsa sér þau á þann veg að hagsmunaaðilar telja nauðsynlegt að leggja þurfi meiri áherslu á ákveðna hluti sögunnar, og ástæður þess eru margar en þjóðerniskennd spilar oft veigamikið hlutverk.

Í Bandaríkjunum, sem og annarsstaðar, hefur á undanförnum áratugum sagan verið endurskrifuð til þess að ná einnig yfir þá hópa sem voru áður ekki hluti af henni, vegna þess hafa sprottið upp miklar deilur að undanförnu en kynþáttur hefur m.a. gegnt stóru hlutverki þessara sögustríða. Sögustríðin hafa því verið barátta á milli hópa sem telja þjóðarsöguna þurfa að innihalda upplifun þeirra eitt sinn kúguðu og þeirra sem telja það ógna núverandi pólitískri hugmyndafræði og trúarlegum- og menningarlegum gildum þjóðarinnar. Þessi sögustríð teljast hluti af hinum svokölluðu Menningarstríðum Bandaríkjanna sem voru áberandi á 20. öldinni, sögustríðin voru áberandi á 9. og 10. áratug síðustu aldar og urðu aftur áberandi í valdatíð Donald Trump, Bandaríkjaforseta.

Saga sögustríðanna

[breyta | breyta frumkóða]

Umræðan um hvernig sagan eigi að vera túlkuð hefur lengi verið deilumál innan Bandaríkjanna og kvíðinn yfir and-Ameríska sögukennslu er ekki nýr af nálinni. Sögukennsla í grunn- og framhaldsskólum Bandaríkjanna hefur lengi verið pólitísk og umræðan oft sprottið upp í kjölfar stríða háð af Bandaríkjamönnum en þá hefur verið lögð áhersla á þjóðerniskennd (e. patriotism). Sem dæmi setti New York fylki í lög árið 1918 að grunnskólar mættu ekki kenna efni sem sýndi ótryggð við Bandaríkin eða hömpaðu erlendum ríkjum sem Bandaríkin væru í stríði við. Sama var á teningnum í Kalda Stríðinu en allar kennsluskrár sem þóttu fjalla um kommúnisma á of jákvæðan hátt voru endurgerðar.[1] Á undanförnum áratugum hefur hinsvegar þessari þjóðerniskennd í sögukennslu verið ögrað af nýjum hópum sem vilja að saga Bandaríkjanna sé kennd með tilliti til allra þeirra hópa sem komu að því að byggja landið upp, jafnvel þó að sú saga taki á þeim köflum í sögu Bandaríkjanna sem eru hvað svartastir.

Sögustríðin í háskólum á 9. og 10. áratugnum

[breyta | breyta frumkóða]

Skólakennsla hefur ávallt verið ágreiningsefni í Bandaríkjunum enda telja margir grunn, framhalds og háskóla gegna mikilvægu hlutverki í að verja og endurskapa Bandarísk gildi. Sögustríðin eru hluti af stærri átökum menningarstríða innan Bandaríkjanna og eru ekki þau eina sem teygja anga sína inn í menntakerfið. Trúarbrögð hafa einnig verið átakalínur menningarstríðanna innan menntakerfisins og í því samhengi má nefna hæstaréttarmál á borð við Engel gegn Vitale frá því árinu 1962 sem úrskurðaði að það væri ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna að fara með formlega bænir í ríkisskólum.[2]

Langvarandi deilur varðandi háskóla og kennslu þeirra, sem náðu hámarki snemma á 10. áratug 20. aldar, undirstrikuðu aðgreiningu íhaldsmanna og það sem þeir töldu vera nýja harðsvíraða og vinstrisinnaða and-Ameríska fræðimanna stétt. Þær deilur sem höfðu átt sér stað um æðri menntun innan Bandaríkjanna og áróður íhaldsmanna gegn þessum ríkisstofnunum olli því að almenningsálit á æðri menntun dalaði alverulega. Sú skoðun sem var ríkjandi meðal margra var að ný elíta fræðimanna væri að eyðileggja það besta úr vestrænni menningu með rétttrúuðum (e. politically correct) fjölmenningarlegum kennsluaðferðum. Bækur sem voru skrifaðar af þekktum hægrisinnuðum einstaklingum, eins og The Closing of the American Mind, Cultural Literacy, Illiberal Education, Tenured Radicals og Telling the Truth, undirstrikuðu skoðanir rithöfunda á háskólum landsins og höfðu mikil áhrif á almenningsálit.[3]

National History Standards deilan

[breyta | breyta frumkóða]

Lynne Cheney átti upphaflega hugmyndina að National History Standards, eða samræmdri námskrá fyrir sögukennslu í Bandaríkjunum, árið 1989 þegar hún gegndi formennsku í National Endowment for the Humanites (NEH). Hugmyndin var sú að menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna ásamt NEH styrktu National Center for History in the Schools til þess að búa til nýja samrænda námskrá í sögu fyrir skóla Bandaríkjanna en Cheney og fleiri voru andvíg námskránum sem höfðu þróast frá því á 7. áratugnum, þær þóttu og frjálslyndar og fjölmenningarlegar. Þetta ríkisstyrkta verkefni var unnið með fjölbreyttu liði sérfræðingi af mörgum sviðum, og mörgum stofnunum sem voru í fyrstu hikular við að taka þátt vegna þess að sögukennsla í skólum í Bandaríkjunum hefur lengi verið ágreiningsmál en samþykktu á endanum. Margir sagnfræðingar voru sömuleiðis efins um verkefnið en ekki vegna þess að þeir mótmæltu samræmdari sögukennslu í Bandaríkjunum heldur voru efasemdir um raunveruleg markmið Bush ríkisstjórnarinnar með þessu verkefni. Líkt og kom fram áður þá ráða einstök ríki yfir eigin námskrán og átti þetta verkefni einungis að vera leiðbeinandi fyrir ríkin.[4]

Verkefnið fór friðsamlega af stað og tók það hátt í þrjú ár að klára það en á þeim tíma var komið nýtt andlit í Hvíta Húsið en Bill Clinton var kjörinn árið 1992 í forsetaembættið. Verkefninu sem lauk árið 1994 endaði í hatrömmum deilum þar sem Cheney birti grein í The Wall Street Journal, skömmu áður en kynna átti nýju samræmdu námskrána, undir fyrirsögninni „The End of History“. Í greininni réðst Cheney harkalega á námskrárdrögin og taldi hana of neikvæða og vera pólitíska hlutdræg. Allt of mikil áhersla hafði verið lögð á neikvæða hluti sögu Bandaríkjanna á borð við McCartyisma og þrælahaldið en lítið minnst á mikilvæga menn eins og Ulysses S. Grant og Robert E. Lee. Ásakaði hún Clinton ríkisstjórnina um að standa að baki þess að hreinsa mikilvæga kafla úr sögu Bandaríkjanna.[5]

Í kjölfar greinar Cheney spratt upp mótmælahrina íhaldsmanna sem hver á fætum öðrum fóru hörðum orðum um hina nýju samræmdu námskrá. Hún var einnig gagnrýnd af fræðimönnum og verkalýðsleiðtogum sem töldust ekki íhaldsamir, svo fór að í upphafi árs 1995 var námskránni hafnað á þingi með 99 atkvæðum gegn einu. Þrátt fyrir það er námskráin notuð meðal margra kennara víðsvegar um Bandaríkin.[6]

Enola Gay málið

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1994 urðu deilur vegna undirbúnings 50 ára minningarathafnar Smithsonian safnsins á stríðslokum seinni heimstyrjaldarinnar sem átti að fara fram ári seinna. Skipuleggjendur undirbjuggu sýningu sem innihélt flugvélina Enola Gay sem notuð var til þess að varpa kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima undir lok seinni heimstyrjaldar. Setja átti sýningunana fram á þann veg að hún fengi safngesti til þess að velta fyrir sér siðferði notkunar kjarnorkuvopna. Sýningin fékk mikla gagnrýni fyrir þessa uppsetningu og voru skipuleggjendur sýningarinnar ásakaðir um að svívirða þjóðarstoltinu (e. national honour).[7] Gagnrýnendur sýningarinnar, fyrrum hermenn og hernaðarsamtök m.a., töldu skipuleggjendur leggja of mikla áherslu á fórnarlömb sprengjunnar, frekar en ástæðum þess að henni var varpað eða hlutverki hennar í að enda stríðinu. Sýningin vakti verulega athygli fræðimanna og stjórnmálamanna sem hafa átt í langvarandi deilum um siðferði notkun kjarnorkuvopna á japanskar borgir í seinni heimstyrjöldinni. Á endanum ákvöðu skipuleggjendur sýningarinnar að aflýsa henni.[8]

Þrátt fyrir að Enola Gay væri í hugum margra táknmynd hernaðarmáttar Bandaríkjanna, hafði hún aldrei verið opinberlega sýnd fyrr en 1995. Það var aðallega vegna gagnstæðra hugmynda um hvað hún táknaði: mátt Bandaríkjanna og sigur þeirra í seinni heimsstyrjöldinni, eða upphaf martraðarvaldandi kjarnorkualdar.

Martin Harwit, forstjóri loftferða- og geimvísindadeildar Smithsonian safnsins frá 1988-1995, skipaði teymi til að skipuleggja sýningarhald. Ákveðið var að sýna Enola Gay á myrkan hátt útfrá nýjum sagnfræðistraumum og rannsóknum. Í júlí 1993 gaf teymið frá sér áætlun þar sem stóð að markmiðið væri að „fá safngesti til að hugsa um og skoða aftur þá atburði sem leiddu til endaloka síðari heimsstyrjaldarinnar og upphaf kalda stríðsins. Jafnframt stjórnmála- og hernaðarlega þætti sem leiddi að ákvörðuninni um að sleppa kjarnorkusprengjunni, þjáningu íbúa Hiroshima og Nagasaki og langtíma áhrif atburða 6. og 9. ágúst 1945.“

Í handritinu á sýningunni, sem fékk nafnið „Crossroads“, voru meðal annars yfirlýsingar flotaforingjans William Leahy frá 1950, þar sem hann fordæmdi árásina og sagði hana siðferðislega ranga, og hershöfðingjans Dwight Eisenhower, sem var mótfallinn árásinni og lét Truman forseta vita af því. Einnig stóð til að hafa með í sýningunni frásagnir japanskra fórnarlamba, ásamt minjum og myndum af sprengisvæðunum.

Þegar „Crossroads“ handritið var gert opinbert fóru íhaldssöm samtök, undir stjórn Air Force Association og valdamikils félags reyndra hermanna, American Legion, í átak við koma í veg fyrir að sýningin yrði haldin. Þau sögðu hana svívirða hvern þann her-, sjóliðs- og flugmann sem barðist í stríðinu og niðra þessa flugvél með því að sýna hana í þessari neikvæðu sýningu. Sýningin varð því partur af menningarstríðum Bandaríkjanna í tengslum við spurninguna sem margir höfðu skoðun á: „Hvernig viljum við að saga Bandaríkjanna verði sýnd?“.  

Eftir að hafa endurskrifað handritið nokkrum sinnum, sem nú- og fyrrverandi hermenn andmæltu, ákvað Smithsonian safnið að hætta við sýninguna og sýna aðeins Enola Gay flugvélina staka og án sýningartexta, fyrir utan nokkra minningarskyldi.[9]

Sögustríðin í nútímanum

[breyta | breyta frumkóða]

Kom líka upp í valdatíð Bandaríkjanna Í Bandaríkjunum er valdið um kennsluskrá grunnskólanna í höndum hvers fylkis og er mismunandi vegna ólíkra áherslna á sögu hvers fylkis. Í grunnskólum Bandaríkjanna er margt ábótasamt varðandi kennslu á sögu þeldökkra í landinu, en samkvæmt rannsóknum minnast mörg fylki lítillega á þrælahald og frelsstríðið sem mikilvægan þátt í sögu Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að á undanförnum áratugum hafi verið lögð meiri áhersla á sögu þeldökkra í grunnskólum Bandaríkjanna eiga sér ennþá stað deilur um hver áherslan eigi að vera varðandi frelsisstríðið og þrælahald.[10] Ákveðin málefni varðandi túlkun sögunnar í fylkjum Bandaríkjanna hafa valdið deilum á milli fylkinga en hluti ástæðu þess er að mikilvægur kafli í sögu þeldökkra í Bandaríkjunum, Frelsisstríðið, var háð og tapað af þessum ríkjum sem líta á þá sem gáfu líf sitt fyrir málstað ríkisins hetjur. Í Texas, sem dæmi, er einungis nýlega farið að kenna þrælahald sem eina af aðalástæðum þess að Frelsisstríðið átti sér stað, en áður var þrælahald látið spila minna mikilvægu hlutverki sem orsök stríðsins.[11]

Í tíð Donald Trump

[breyta | breyta frumkóða]

Nýlegasta dæmið um átök sögustríðanna var þegar að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði að halda eftir fjármagni til grunnskóla í Kaliforníu fylki ef þeir tóku upp kennslu úr hinu svokallaða 1619 verkefni. Verkefnið, sem dagblaðið New York Times á heiðurinn af, leggur til með að kennsluskrá bandarískra grunn- og framhaldsskóla verði breytt og leggi áherslu á að upphaf Bandaríkjanna miðist við árið 1619, með komu fyrstu afrísku þrælanna til Virginíu, en ekki árið 1776 þegar Bandaríkin lýsti yfir sjálfstæði frá Bretlandi.[12] Ákveðnir aðilar innan repúblikanaflokksins hafa ötullega barist gegn því að saga þrælahalds verði kennd í grunn- og framhaldsskólum en í kjölfar 1619 verkefnisins lagði fram öldungardeildarþingmaður Arkansas-ríkis Tom Cotton fram frumvarp um að varðveita sögu Bandaríkjanna undir heitinu Björgum sögu Bandaríkjanna (e. Saving American History). Í því er lagt til bann við að 1619 verkefnið, sem Cotton fullyrðir að sé áróður vinstri manna, fái fé úr opinberum sjóðum.[13]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Trump’s threat to Pull Funding From Schools Over How They Teach Slavery Is Part of a Long History of Politicizing American History Class, Skoðað 2. desember 2020.
  2. Engel v. Vitale, Skoðað 2. desember 2020.
  3. A War For the Soul of America, Andrew Hartman, Bls. 222.
  4. Hartmann, bls. 267-268.
  5. The End of History eftir Lynne Cheney, Skoðað 1. desember 2020.
  6. The National History Standards Stalemate, Skoðað 2. desember 2020.
  7. The History Wars, Skoðað 1. desember 2020.
  8. Historians Protest New Enola Gay Exhibit, Skoðað 2. desember 2020.
  9. Andrew Hartman (2015). A war for the soul of America. A history of the culture wars. bls. 276-278.
  10. [https://www.cbsnews.com/news/us-history-how-teaching-americas-past-varies-across-the-country 50 states, 50 different ways of teaching America’s past], Skoðað 3. desember 2020.
  11. Texas Students Will Soon Learn Slavery Played A Central Role In The Civil War, Skoðað 3. desember 2020.
  12. Why We Published The 1619 Project, Skoðað 2. desember 2020.
  13. Öldungardeildarþingmaður sagður hafa varið þrælahald, Skoðað 3. desember 2020.