Sögulegur skáldskapur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndskreyting úr sögulegu skáldsögunni Sveinn skytta eftir Carin Etlar frá 1853 sem gerist á 17. öld.

Sögulegur skáldskapur er bókmenntagrein þar sem sögusviðið er í sögulegri fortíð þótt sagan sjálf sé skáldskapur. Sögulegur skáldskapur kemur fyrir í skáldsögum, kvikmyndum, tölvuleikjum og öðrum tegundum skáldskapar.

Sem vestræn bókmenntagrein á sögulegur skáldskapur sér uppruna á fyrri hluta 19. aldar með skáldsögum Walter Scott, Alexandre Dumas eldri og Victor Hugo. Aðrir frægir höfundar sem hafa fengist við sögulegan skáldskap eru Honoré de Balzac, Lev Tolstoj, Robert Louis Stevenson, Zacharias Topelius og Alessandro Manzoni. Meðal höfunda á 20. öld má nefna Henryk Sienkiewicz, Sigrid Undset, Georgette Heyer, Robert Graves og William Golding. Meðal íslenskra rithöfunda sem hafa fengist við sögulegan skáldskap má nefna Guðrúnu frá Lundi, Jón Trausta, Björn Th. Björnsson og Vilborgu Davíðsdóttur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.