Fara í innihald

Sveinn skytta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sveinn skytta er skáldsaga eftir danska rithöfundinn Carit Etlar. Bókin kom út á frummálinu árið 1853 undir titlinum Gøngehøvdingen og fjallar um sagnapersónuna Svend Poulsen Gønge. Sagan gerist um miðja sautjándu öld í stríði milli Danmerkur og Svíþjóðar 1657-58 þegar Svíar hafa ráðist inn í Danmörku með ofurefli liðs og varnir Danmerkur eru í molum og fátækir almúgamenn undir forustu Sveins skyttu herja á innrásarliðið.

Teiknarinn Poul Steffensen (1866-1923) myndskreytti söguna um 1890.

Sagan um Svein skyttu var framhaldssaga í Nýjum kvöldvökum árin 1950-1952. Halldór Þorsteinsson og Helgi Valtýsson þýddu. Bókin var síðar gefin út af Iðunni í bókaflokknum Sígildar sögur Iðunnar.