Sóri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sóri á baki og örmum.

Sóri eða psoriasis er sjálfsofnæmissjúkdómur sem einkennist af óeðlilegum flekkjum á húð.[1] Flekkirnir eru vanalega rauðir, þurrir, með hrúðurmyndun, og valda kláða.[2] Flekkirnir geta verið fjólubláir hjá húðdökku fólki.[3] Sóri getur lagst á lítið svæði eða yfir allan líkamann.[2]

Sóri er talinn vera erfðasjúkdómur sem kemur fram vegna umhverfisáhrifa.[2] Einkennin verða oft verri um veturna og ef ákveðin lyf eru tekin eins og beta-blokkerar(en) og íbúprófen.[4] Sóri er ekki smitandi,[4] sjúkdómurinn byggist á viðbragði ónæmiskerfisins við húðfrumum.[4]

Ekki er til lækning við sóra, en meðferðir geta dregið úr einkennum.[4] Dæmi um meðferðir eru sterakrem, D-vítamín, útfjólublátt ljós, og ónæmisbælandi lyf.[1] Heimsóknir í Bláa lónið geta einnig mildað einkennin.[5]

Tvö til fjögur prósent einstaklinga eru með sóra[6] og leggst hann jafnt á karla sem konur.[1] Sóri kemur vanalega fram hjá fullorðnum.[7]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Questions and Answers about Psoriasis“. National Institute of Arthritis and Musculoskeletal and Skin Diseases. október 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júlí 2015. Sótt 1. júlí 2015.
  2. 2,0 2,1 2,2 Menter A, Gottlieb A, Feldman SR, Van Voorhees AS, Leonardi CL, Gordon KB, Lebwohl M, Koo JY, Elmets CA, Korman NJ, Beutner KR, Bhushan R (maí 2008). „Guidelines of care for the management of psoriasis and psoriatic arthritis: Section 1. Overview of psoriasis and guidelines of care for the treatment of psoriasis with biologics“. J Am Acad Dermatol. 58 (5): 826–50. doi:10.1016/j.jaad.2008.02.039. PMID 18423260.
  3. LeMone, Priscilla; Burke, Karen; Dwyer, Trudy; Levett-Jones, Tracy; Moxham, Lorna; Reid-Searl, Kerry (2015). Medical-Surgical Nursing (enska). Pearson Higher Education AU. bls. 454. ISBN 9781486014408.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 Boehncke, WH; Schön, MP (26. maí 2015). „Psoriasis“. Lancet. 386 (9997): 983–94. doi:10.1016/S0140-6736(14)61909-7. PMID 26025581.
  5. Olafsson, J (desember 1996). „The Blue Lagoon in Iceland and psoriasis“. Clinics in Dermatology (enska). 14 (6): 647–651. doi:10.1016/S0738-081X(96)00099-5.
  6. Parisi R, Symmons DP, Griffiths CE, Ashcroft DM (febrúar 2013). Identification and Management of Psoriasis and Associated ComorbidiTy (IMPACT) project team. „Global epidemiology of psoriasis: a systematic review of incidence and prevalence“. J Invest Dermatol. 133 (2): 377–85. doi:10.1038/jid.2012.339. PMID 23014338.
  7. „Questions and Answers About Psoriasis“. www.niams.nih.gov (enska). 12. apríl 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. apríl 2017. Sótt 22. apríl 2017.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.