Bláa lónið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Bláa lónið er lón á Reykjanesskaganum sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja myndar. Árið 1976 myndaðist lón í kjölfar starfsemi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og árið 1981 fór fólk að baða sig í lóninu þegar í ljós kom að böðun hefur jákvæð áhrif á húðsjúkdóminn psorisasis. Sex árum seinna eða árið 1987 opnað baðaðstaða fyrir almenning og 1992 var Bláa Lónið hf. stofnað. Árið 1994 tók Bláa Lónið hf. yfir rekstur baðstaðarins og í kjölfar opnaði göngudeild fyrir psoriasis og exem sjúklinga og fljótlega koma fyrstu Blue Lagoon húðvörurnar á markað. Meginmarkmið félagsins er að vera í forystu um uppbyggilega heilsu- og ferðaþjónustu á Íslandi.

Einstakleiki og eiginleikar Blue Lagoon jarðsjávarins eru aðalsmerki félagsins en jarðsjórinn inniheldur steinefni, kísil og þörunga sem þekktur er fyrir lækningarmátt sinn.

Bláa Lónið hefur unnið til margskonar verðlauna, m.a. fyrir að vera besta náttúrulega heilsulind heims, einn af tíu ótrúlegustu baðstöðum heims og ein af 25 bestu heilsulindum í heimi.[1]

Bláa lónið er nú einhver fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi bæði af innlendum og erlendum ferðamönnum. Starfsemi félagsins er á þremur sviðum, rekstur Bláa Lónsins, þróun og markaðssetning á Blue Lagoon húðvörunum en nú er að finna breytt úrvarl húðvara fyrir andlit og líkama, og rekstur heilsulindar þar sem veitt er meðferð við húðsjúkdómnum psoriasis. Bláa Lónið hefur opnað nokkrar verslanir með Blue Lagoon vörum sínum og sú nýjasta er Blue Lagoon spa í Hreyfingu heilsulind. Hjá fyrirtækinu starfa um 90 manns.

Blue Lagoon psoriasis meðferðin hefur hlotið viðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda en fyrirtækið hefur boðið upp á meðferðir gegn sjúkdómnum frá árinu 1993. Meðferðin byggir fyrst og fremst á böðun í jarðsjónum en hann er eins og áður sagði þekktur fyrir lækningamátt sinn. Bláa Lónið ræktar blágræna þörunga sem einangraðir hafa verið úr jarðsjó Bláa Lónsins. Þetta eru sjaldgæfir þörungar sem einungis hafa fundist í jarðsjó Bláa lónsins. Þörungarnir og virk efni úr þeim eru notaðir í húðvörur Bláa Lónsins - vörumerki húðvaranna er Blue Lagoon Iceland. Rannsóknir hafa leitt í ljós áhugaverða lífvirkni þörunganna á húðina, einkum gegn öldrun hennar, auk þess að vera framleiðendur að ýmsum áhugaverðum lífvirkum efnum svo sem omega3 fitusýrum, fjölsykrum, náttúrulega litarefninu phycocyanin.

Vistkerfi Bláa Lónsins er eitt sinnar tegundar í heiminum. Kaldur sjór og grunnvatn kemst í snertingu við heitt innskotsberg á miklu dýpi þar sem Ameríku og Evrópu-Asíu flekarnir tengjast. Vökvinn snögghitnar og stígur upp á yfirborð jarðar. Hitaveita Suðurnesja borar eftir slíkum holum og jarðhitavökvinn er nýttur til að veita 17.000 íbúum heitt vatn og 45.000 manns rafmagn.[2]


Eignarhald[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2007 var stærsti hluthafinn í Bláa lóninu Hitaveita Suðurnesja sem átti rúmlega þriðjungshlut og Sparisjóðurinn í Keflavík með um 7 % hlut. Eignarhaldsfélög tengd Grími Sæmundsen framkvæmdastjóra fóru með um helmingshlut (Fréttablaðið 25. apríl. 2007 Bláa lónið metið á fjóra milljarða)

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.