Síkjabrúða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Síkjabrúða
Callitriche hamulata.JPG
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Vatnsbrúðuætt (Callitrichaceae)
Ættkvísl: Callitriche
Tvínefni
Callitriche hamulata

Síkjabrúða (fræðiheiti: Callitriche hamulata) er vatnajurt sem vex á kafi í grunnu vatni. Blöðin eru mjó og jafnbreið (striklaga) og blómin eru í öxlum blaðanna. Hún er algeng í Norður-Evrópu. Síkjabrúða er notuð sem skrautjurt í fiskabúr.

Á Íslandi finnst síkjabrúða í vötnum á láglendi um allt land.