Rýgresi
Útlit
Rýgresi | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Rýgresi (Lolium perenne)
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||
Sjá texta |
Rýgresi (fræðiheiti: Lolium) er ættkvísl af grasaætt og eru 9 tegundir í ættkvíslinni. Rýgresi lifir í Evrópu, Asíu og Norður-Afríku en er í ræktun á fleiri stöðum, s.s. í Ameríku.
Tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Tegundir rýgresis eru eftirfarandi:
- Lolium canariense Steud.
- Lolium edwardii H.Scholz, Stierst. & Gaisberg
- Lolium multiflorum Lam. - Einært rýgresi
- Lolium perenne L. - Vallarrýgresi
- Lolium persicum
- Lolium remotum Schrank
- Lolium rigidum Gaudin
- Lolium temulentum L.
Notkun
[breyta | breyta frumkóða]Rýgresi er jafnt notað til beitar og heyöflunar sem gras á knattspyrnuvelli og aðrar grasflatir - vegna þess hve vel grasið bindur svörðinn. Rýgresið þolir traðk og beit vel. Rýgresi er sumstaðar notað til landgræðslu og er algengur hvati heymæði.