Fara í innihald

Rushmore-fjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mount Rushmore.
Nærmynd.

Rushmore-fjall er 1.745 metra granítfjall nálægt Keystone í Suður-Dakóta. Í fjallið hefur verið höggvið risavaxið minnismerki, sem sýnir 18 metra há andlit fjögurra fyrrum forseta Bandaríkjanna: George Washington (1732-1799), Thomas Jefferson (1743-1826), Theodore Roosevelt (1858-1919) og Abraham Lincoln (1809-1865). Upphaflega átti verkefnið að auka ferðamennsku í Black Hills-fjallgarðinum í Suður-Dakóta. Verkið hófst árið 1927 og því lauk 1941.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.