Rupi Kaur
Útlit
Rupi Kaur (f. 4. október 1992) er kanadískt skáld, teiknari, ljósmyndari og rithöfundur af indverskum ættum. Hún er einna þekktust instaskáldanna sem hafa notað samfélagsmiðla eins og Instagram, TikTok, X og Tumblr til að birta ljóð og skáldskap. Hún vakti fyrst athygli fyrir ljóðaflutning á Instagram árið 2009. Fyrsta ljóðabók hennar, Milk and Honey, kom út árið 2014 og seldist í þremur milljónum eintaka. Aðrar bækur eftir hana eru The Sun and Her Flowers (2017) og Home Body (2020).