Rosalind Hursthouse
Útlit
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar | |
---|---|
Nafn: | Rosalind Hursthouse |
Fædd: | 1943 |
Skóli/hefð: | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk: | On Virtue Ethics |
Helstu viðfangsefni: | siðfræði, hugspeki |
Markverðar hugmyndir: | dygðasiðfræði |
Áhrifavaldar: | Aristóteles, G.E.M. Anscombe, Philippa Foot |
Rosalind Hursthouse (fædd 1943) er siðfræðingur og einkum þekkt fyrir kenningar sínar um dygðasiðfræði í anda Aristótelesar. Hursthouse er prófessor í heimspeki við háskólann í Auckland á Nýja Sjálandi. Hún kenndi áður við Open University í Bretlandi, University of California at Los Angeles í Bandaríkjunum og víðar.
Hursthouse hlaut M.A. gráðu frá háskólanum í Auckland og doktorsgráðu frá Oxford University, þar sem hún nam hjá G.E.M. Anscombe og Philippu Foot.
Bók Hursthouse Um dygðasiðfræði (On Virtue Ethics) er ein áhrifamesta málsvörn fyrir dygðasiðfræði í nútímanum. Hursthouse hefur einnig skrifað um siðfræði dýra í ritinu Ethics, Humans and Other Animals.