Robert Scott (textafræðingur)
Útlit
Robert Scott (26. janúar 1811 – 2. desember 1887) var breskur fornfræðingur og textafræðingur og félagi á Balliol College, Oxford.
Scott er einkum þekktur sem annar tveggja ritstjóra grísk-enskrar orðabókar (A Greek-English Lexicon) ásamt samstarfsmanni sínum Henry George Liddell. Í útgáfu orðabókarinnar frá 1925 kemur fram að David Alphonso Talboys, bóksali í London, hafi upphaflega lagt til við Scott að hann tæki að sér verkefnið. Bókin var gefin út af Oxford University Press.