Fara í innihald

Stjörnustríð: Jedinn snýr aftur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Return of the Jedi)
Stjörnustríð: Jedinn snýr aftur
LeikstjóriRichard Marquang
HandritshöfundurGeorge Lucas
Lawrence Kashdan
FramleiðandiHoward Kazanjian
LeikararMark Hamill
Harrison Ford
Carrie Fisher
Billy Dee Williams
Anthony Daniels
David Prowse
Ian McDiarmid
Kenny Baker
Peter Mayhew
Frank Oz
KvikmyndagerðAlan Hume
KlippingSean Barton
Marcia Lucas
Duwayne Dunham
TónlistJohn Williams
Dreifiaðili20th Century Fox
FrumsýningFáni Bandaríkjana 25. maí, 1983
Fáni Íslands 15. desember, 1983
Lengd136 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkFáni Bandaríkjana PG
Fáni Íslands 12
Ráðstöfunarfé$32.500.000
Heildartekjur$475,106,177
UndanfariStar Wars: The Empire Strikes Back

Stjörnustríð: Jedinn snýr aftur er þriðja Stjörnustríðsmyndin sem var framleidd en sjötti kaflinn í sögunni. Hún var frumsýnd 25. maí 1983. Leikstjóri myndarinnar var Richard Marquang og með aðalhlutverk fóru Mark Hamill, Harrison Ford og Carrie Fisher.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Myndin hefst á því að Lilja prinsessa fer inn í höll Jabba Hlunks, dulbúin sem mannræningi, og leysir Hans Óla, sem hafði verið frystur í koltrefjum. Það kemst þó upp um Lilju og hún er handtekin. Skömmu síðar kemur Logi Geimgengill í höllina og er einnig handtekinn. Hann er settur í gryfju þar sem hann þarf að berjast við Rancor, stóra og hættulega skepnu. Logi drepur Rancorinn og þá fyrirskipar Jabba að hann og Hans Óli verði varpað í Carkoon-pyttinn (Great Pit of Carkoon). Á leiðinni þangað hefst mikill bardagi sem endar með því að Hans Óli kastar Boba Fett út í pyttinn, Lilja drepur Jabba og eyðileggur skipið hans. Því næst fara Hans og Lilja til fundar við hina uppreisnarmennina en Logi snýr aftur til Dagobah. Þar sér hann að Yoda er við það að deyja. Yoda nær þó að segja Loga að það sé annar Geimgengill, þ.e. að Logi eigi skyldmenni. Yoda staðfestir einnig að Svarthöfði (Darth Vader) sé faðir Loga. Andi Obi-Wan Kenobi segir Loga að skyldmennið sé tvíburasystir hans. Logi finnur út að það er Lilja Prinsessa.

Uppreisnarmenn hafa komist að því að Veldið sé að leggja lokahönd á byggingu nýs Helstirnis (Death Star). Bæði Svarthöfði og Palpatine Keisari eru um borð. Hans Óli fer ásamt fleiri uppreisnarmönnum á plánetuna Endor til þess að eyðileggja það sem framleiðir skjöldinn fyrir Dauða stjörnuna, til þess að hægt sé að eyðileggja það með flugárásum. Svo koma flugmennirnir, þ.á m Logi til Endor. Svarthöfði finnur fyrir návist hans en ákveður að gera ekkert í málunum, heldur láta sína menn á Endor sjá um þá. Logi finnur einnig fyrir návist Svarthöfða og verður hræddur um að hann stofni leiðangrinum í hættu.

Á Endor finna Loga og hans menn litlar verur, sem minna á bangsa og kallast Evokar og ganga í lið með þeim. Logi segir Lilju að hún sé systir hans og að Svarthöfði sé faðir þeirra. Svo fer Logi til þess að mæta Svarthöfða í einvígi. Hann fer til stormsveitarmanna og biður þá um að fara með sig til Svarthöfða. Þegar þangað er komið reynir Logi að sannfæra Svarthöfða um að snúa til ljósu hliðarinnar (The Light Side) en án árangurs. Svarthöfði er hins vegar staðráðinn í því að sannfæra Loga um að snúa yfir á dökku hliðina (The Dark Side) og fer með hann um borð í Dauða stjörnuna til keisarans Palpatine.

Á Endor hefur herlið Hans Óla verið hertekið af stormsveitarmönnum en Ewokarnir gera gagnárás og þá ná uppreisnarmenn yfirhöndinni á nýjan leik. Á meðan leiðir Lando Calrissian geimskipaflota að Dauða strjörnunni en þeir komast ekki að þar sem skjöldurinn er enn uppi og stór floti stormsveitarmanna bíður þeirra. Logi og Svarthöfði hefja einvígi. Palpatine hvetur Loga til að láta reiðina taka yfir en Logi stenst freistinguna. Svarthöfði kemst að því að Lilja er systir Loga og ætlar að snúa henni yfir á dökku hliðina. Þá verður Logi mjög reiður og ræðst á Svarthöfða og sker af honum hendina. Palpatine hvetur hann til að gefa reiðinni lausan tauminn og drepa Svarthöfða, af því að þá myndi hann snúa yfir á dökku hliðina. Þá róar Logi sig niður. Palpatine ræðst þá á Loga og notar meðal annars eldingar. Svarthöfði getur ekki horft á son sinn þjást og ræðst á Palpatine og hendir honum niður þar sem hann deyr. Svarthöfði var því aftur orðinn að Anakin Geimgengil ( Anakin Skywalker ) og uppfyllt spádóminn um að hann yrði sá sem myndi eyða The Sith. Hann biður Loga um að fjarlægja grímuna svo hann geti séð son sinn með eigin augum, þó hann viti að það verði hans bani að gríman verði fjarlægð.

Á Endor hefur uppreisnarmönnum, í slagtogi við Ewok, tekist að sigra stormsveitarmenn og eyða skildinum. Lando leiðir herlið sem fer að Dauða stjörnunni og eyðir henni. Logi kemst í burtu með líkið af Anakin og Lando sleppur í Millennium Falcon rétt áður en Dauða stjarnan springur. Um kvöldið kemur Logi aftur til Endor og brennir búning Svarthöfða. Svo koma andar Obi-Wan Kenobi, Yoda og Anakin Geimgengils á meðan uppreisnarmenn fagna endalokum Veldisins.