Fara í innihald

Stjörnustríð: Gagnárás keisaradæmisins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjörnustríð: Gagnárás keisaradæmisins
LeikstjóriIrvin Kershner
HandritshöfundurLeigh Brackett
Lawrence Kashdan
FramleiðandiGary Kurtz
LeikararMark Hamill
Harrison Ford
Carrie Fisher
Billy Dee Williams
Anthony Daniels
David Prowse
Kenny Baker
Peter Mayhew
Frank Oz
KvikmyndagerðPeter Suschitzky
KlippingPaul Hirsch
TónlistJohn Williams
Dreifiaðili20th Century Fox
FrumsýningFáni Bandaríkjana 21. maí, 1980
Lengd129 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkFáni Bandaríkjana PG
Fáni Íslands 12
Ráðstöfunarfé$25.000.000
Heildartekjur$538,375,067
UndanfariStar Wars: A New Hope
FramhaldStar Wars: Return of the Jedi

Stjörnustríð: Gagnárás keisaradæmisins er önnur Stjörnustríðsmyndin sem var framleidd, og sú fimmta í röðinni. Hún var frumsýnd 21. maí 1980. Leikstjóri myndarinnar var Irvin Kershner og með aðalhlutverk fóru Mark Hamill, Harrison Ford og Carrie Fisher.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Myndin hefst þremur árum eftir að uppreisnarmenn, með Luke Skywalker í fararbroddi, eyðilögðu Helstirnið (The Death Star). Vegna vandamála hafa þeir komið sér upp bækistöðvum á ísilagðri plánetu í Hoth sólkerfinu. Svarthöfði (Darth Vader) og hans menn í Veldinu hafa hins vegar fundið bækistöðvarnar og búa sig undir árás. Luke Skywalker hafði farið að rannsaka ókunnugt vélmenni á plánetunni en endað sem fangi rándýrs sem kallast wampa. Hann nær þó að bjarga sér með geislasverðinu. Þá kemur andi Obi-Wan Kenobi, fyrrum lærimeistara Luke, og segir honum að fara til plánetunnar Dagobah og læra af Jedi-meistaranum Yoda.

Eftir að Luke kemur aftur í bækistöðvarnar nær Veldið að hertaka þær. Han Solo, Leia, C3PO og Chewbacca komast undan í Millennium Falcon en Luke fer til Dagobah ásamt R2-D2 og hittir Yoda.

Áður en þjálfun Luke er lokið fær hann slæman fyrirboða um Han og Leiu og fer til að bjarga þeim þó svo að Yoda ráðleggi honum að vera eftir og ljúka þjálfuninni.

Han og Leia setja stefnuna á Skýjaborg (Cloud City) þar sem gamall félagi hans, Lando Calrissian, ræður ríkjum. Hann veit þó ekki að hausaveiðarinn Boba Fett er á eftir honum en hann var sendur af hinum illa Jabba the Hutt. Þegar þau lenda tekur Lando á móti þeim en fljótlega kemur í ljós að Svarthöfði hefur tekið yfir borgina. Hann handtekur Han Solo, Leiu, Chewbacca og C3PO og frystir Han í koltrefjum. Svo gefur hann Boba Fett afsteypuna til þess að fara með til Jabba the Hutt.

Eftir það frelsar Lando Leiu, Chewbacca og C3PO. Þá er Luke kominn til Skýjaborgar, rétt eins og Darth Vader hafði áætlað. Þeir enda í einvígi þar sem Darth Vader sker hægri hendina af Luke. Þar segir Darth Vader Luke að hann sé faðir hans. Luke lætur sig falla niður og lendir á loftneti undir borginni. Svo koma Lando, C3PO, Chewbacca og Leia á Millenium Falcon og bjarga honum. Þau fara í geimskip Uppreisnarmanna, þar sem ný hendi er grædd á Luke. Svo fer hann aftur til Dagobah til að klára þjálfunina en Lando, C3PO, Chewbacca og Leia fara að reyna að bjarga Han Solo frá Jabba the Hutt. tungumálakóði:Star Wars Episode V: The Empire Strikes Back