Fara í innihald

Reiðmennirnir fjórir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reiðmenn opinberunarinnar eftir Viktor Vasnetsov frá 1887.

Reiðmennirnir fjórir eru fjórar verur sem eru kallaðar fram við heimsenda til að valda eyðileggingu samkvæmt Biblíunni. Þeir koma fram í Nýja testamentinu í Opinberunarbókinni, sjötta kafla (Opinberun Jóhannesar 6:1-7).[1] Aðeins sá síðasti þeirra, Dauðinn, er nefndur í textanum, en þeir eru oft túlkaðir sem persónugervingar hernáms (Zelos), stríðs (Ares), hungurs (Limos) og dauða (Þanatos). Hver reiðmaður ríður hesti af tilteknum lit. Í íslenski þýðingu Biblíunnar er sagt að Dauðinn ríði bleikum hesti, og er þá átt við að hann ríði fölum eða ljósgráum hesti (gríska: χλωρός khlóros „öskugrár“, „gulgrænn“).[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Opinberun Jóhannesar 6. kafli“. Biblía 21. aldar. Hið íslenska biblíufélag.
  2. Morris, Leon (1988). The Book of Revelation: An Introduction and Commentary (2. útgáfa). Leicester, England: Inter-Varsity Press. bls. 100–105. ISBN 0-8028-0273-7.
  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.