Maðurinn með ljáinn
(Endurbeint frá Dauðinn)


Maðurinn með ljáinn (stundum kallaður Dauðinn) er vofa í þjóðtrú og skáldsögum, sem sagt er að komi og sæki þann sem feigur er þegar hann deyr. Ýmsir myndlistarmenn sýna dauðann sem beinagrind í svörtum kufli og með ljá.[1] Hallgrímur Pétursson, sálmaskáld kallaði hann sláttumanninn slynga.[2]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?“ á Vísindavefnum
- ↑ Um dauðans óvissan tíma, 3. vers.