Maðurinn með ljáinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dauðinn)
Jump to navigation Jump to search
Dauðinn án kufls, en auðvitað með ljá

Maðurinn með ljáinn (stundum kallaður Dauðinn) er vofa í þjóðtrú og skáldsögum, sem sagt er að komi og sæki þann sem feigur er þegar hann deyr. Ýmsir myndlistarmenn sýna dauðann sem beinagrind í svörtum kufli og með ljá.[1] Hallgrímur Pétursson, sálmaskáld kallaði hann sláttumanninn slynga.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Vísindavefurinn:Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?
  2. Um dauðans óvissan tíma, 3. vers.