Rebecca Pidgeon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rebecca Pidgeon
Rebecca Pidgeon
Rebecca Pidgeon
Upplýsingar
FæddRebecca Pidgeon
10. október 1965 (1965-10-10) (58 ára)
Ár virk1987 -
Helstu hlutverk
Charlotte Ryan í The Unit
Cynthia Wilkes í Red

Rebecca Pidgeon (fædd 10. október 1965) er ensk leikkona, söngvari og lagahöfundur sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The Unit og Red.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Pidgeon fæddist í Cambridge, Massachusetts en ólst upp í Edinborg, Skotlandi. Stundaði nám við Royal Academy of Dramatic Arts í London.[1]

Pidgeon giftist handritshöfundinum og leikstjóranum David Mamet árið 1991 og saman eiga þau tvö börn.[2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Pidgeon var meðlimur hljómsveitarinnar Ruby Blue frá 1986-1990. Fyrsta sólóplata hennar Raven kom út árið 1994 og hefur hún síðan þá gefið út fimm sólóplötur.[3] Pidgeon samdi tónlistina við kvikmyndinna Oleanna sem kom út árið 1994, ásamt því þá hefur hún samið lag við kvikmyndirnar The Misadventures of Margaret og Redbelt.

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Pidgeon kom fyrst fram í leikhúsi árið 1992 í Oleanna sem var samið af eiginmanni hennar David Mamet og var sýnt við Orpheum Theater í New York. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritunum Dangerous Corner og The Old Neighborhood.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Pidgeon var árið 1987 í Bust og hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Screen One, The Shield og Glenn Martin DDS. Árið 2006 var henni boðið stórt gestahlutverk í The Unit sem Charlotte Ryan, eiginkona Tom Ryan, sem hún lék til ársins 2009.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Pidgeon var árið 1988 í The Dawning. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við The Spanish Prisoner, State and Main, Shopgirl og Red.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1988 The Dawning Nancy Gulliver
1991 Homicide Miss Klein
1997 The Spanish Prisoner Susan Ricci
1999 The Winslow Boy Catherine Winslow
2000 Catastrophe Aðstoðarmaður forstjóra
2000 State and Main Ann
2001 Heist Fran Moore
2002 Advice and Dissent Ellen Goldman
2005 Edmond Eiginkona
2005 Shopgirl Christie Richards
2006 Provoked: A True Story Miriam
2008 How to Be Móðir
2008 Redbelt Zena Frank
2008 Cat City Victoria Compton
2009 The Lodger Dr. Jessica Westmin
2010 Red Cynthia Wilkes
2010 Two Painters Kynnir
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1987 Bust Sarah 2 þættir
1988 Campaign Sally Byfleet ónefndir þættir
1989 Screen One Ung Lillian Þáttur: She´s Been Away
1991 Uncle Vanya Sonya Sjónvarpsmynd
1992 The Water Engine Connie Sjónvarpsmynd
2004-2005 The Shield Joanna Faulks 3 þættir
2006 In Justice Charlotte Conti 3 þættir
2006-2009 The Unit Charlotte Ryan 14 þættir
2010 Glenn Martin DDS ónefnt hlutverk Þáttur: Jackie of All Trades
Talaði inn á

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Plötuútgáfa[breyta | breyta frumkóða]

  • 2011: Slingshot
  • 2008: Behind the Velvet Curtain
  • 2005: Touch On Crime
  • 1998: The Four Marys
  • 1996: New York Girls Club
  • 1994: The Raven

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Chlotrudis-verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir The Winslow Boy.

Florida Film Critics Circle-verðlaunin

  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir State and Main.

National Board of Review, USA

  • 2000: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir State and Main.

Online Film Cricts Society-verðlaunin

  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir State and Main.

Phoenix Film Critics Society-verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir State and Main.

Satellite-verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í grín/söngmynd fyrir State and Main.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]