Rebecca Pidgeon
Rebecca Pidgeon | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Rebecca Pidgeon 10. október 1965 |
Ár virk | 1987 - |
Helstu hlutverk | |
Charlotte Ryan í The Unit Cynthia Wilkes í Red |
Rebecca Pidgeon (fædd 10. október 1965) er ensk leikkona, söngvari og lagahöfundur sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The Unit og Red.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Pidgeon fæddist í Cambridge, Massachusetts en ólst upp í Edinborg, Skotlandi. Stundaði nám við Royal Academy of Dramatic Arts í London.[1]
Pidgeon giftist handritshöfundinum og leikstjóranum David Mamet árið 1991 og saman eiga þau tvö börn.[2]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Tónlist
[breyta | breyta frumkóða]Pidgeon var meðlimur hljómsveitarinnar Ruby Blue frá 1986-1990. Fyrsta sólóplata hennar Raven kom út árið 1994 og hefur hún síðan þá gefið út fimm sólóplötur.[3] Pidgeon samdi tónlistina við kvikmyndinna Oleanna sem kom út árið 1994, ásamt því þá hefur hún samið lag við kvikmyndirnar The Misadventures of Margaret og Redbelt.
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Pidgeon kom fyrst fram í leikhúsi árið 1992 í Oleanna sem var samið af eiginmanni hennar David Mamet og var sýnt við Orpheum Theater í New York. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritunum Dangerous Corner og The Old Neighborhood.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Pidgeon var árið 1987 í Bust og hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Screen One, The Shield og Glenn Martin DDS. Árið 2006 var henni boðið stórt gestahlutverk í The Unit sem Charlotte Ryan, eiginkona Tom Ryan, sem hún lék til ársins 2009.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Pidgeon var árið 1988 í The Dawning. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við The Spanish Prisoner, State and Main, Shopgirl og Red.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1988 | The Dawning | Nancy Gulliver | |
1991 | Homicide | Miss Klein | |
1997 | The Spanish Prisoner | Susan Ricci | |
1999 | The Winslow Boy | Catherine Winslow | |
2000 | Catastrophe | Aðstoðarmaður forstjóra | |
2000 | State and Main | Ann | |
2001 | Heist | Fran Moore | |
2002 | Advice and Dissent | Ellen Goldman | |
2005 | Edmond | Eiginkona | |
2005 | Shopgirl | Christie Richards | |
2006 | Provoked: A True Story | Miriam | |
2008 | How to Be | Móðir | |
2008 | Redbelt | Zena Frank | |
2008 | Cat City | Victoria Compton | |
2009 | The Lodger | Dr. Jessica Westmin | |
2010 | Red | Cynthia Wilkes | |
2010 | Two Painters | Kynnir | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1987 | Bust | Sarah | 2 þættir |
1988 | Campaign | Sally Byfleet | ónefndir þættir |
1989 | Screen One | Ung Lillian | Þáttur: She´s Been Away |
1991 | Uncle Vanya | Sonya | Sjónvarpsmynd |
1992 | The Water Engine | Connie | Sjónvarpsmynd |
2004-2005 | The Shield | Joanna Faulks | 3 þættir |
2006 | In Justice | Charlotte Conti | 3 þættir |
2006-2009 | The Unit | Charlotte Ryan | 14 þættir |
2010 | Glenn Martin DDS | ónefnt hlutverk | Þáttur: Jackie of All Trades Talaði inn á |
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Plötuútgáfa
[breyta | breyta frumkóða]- 2011: Slingshot
- 2008: Behind the Velvet Curtain
- 2005: Touch On Crime
- 1998: The Four Marys
- 1996: New York Girls Club
- 1994: The Raven
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Chlotrudis-verðlaunin
- 2000: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir The Winslow Boy.
Florida Film Critics Circle-verðlaunin
- 2001: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir State and Main.
National Board of Review, USA
- 2000: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir State and Main.
Online Film Cricts Society-verðlaunin
- 2001: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir State and Main.
Phoenix Film Critics Society-verðlaunin
- 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir State and Main.
Satellite-verðlaunin
- 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í grín/söngmynd fyrir State and Main.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Rebecca Pidgeon“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. febrúar 2012.
- Rebecca Pidgeon á IMDb