Raymond Chandler

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Raymond Chandler (1943)

Raymond Thornton Chandler (23. júlí, 188826. mars, 1959) var bandarískur rithöfundur þekktastur fyrir leynilögreglusögur sínar um Philip Marlowe á borð við Svefninn langa (The Big Sleep). Hann hóf ritstörf 44 ára gamall eftir að hann missti starf sitt sem stjórnarmaður í olíufyrirtæki. Hann lauk við sjö skáldsögur sem höfðu mikil áhrif á bandarískar bókmenntir og hafa allar nema ein verið kvikmyndaðar. Philip Marlowe er, ásamt Sam Spade Dashiell Hammetts, hin dæmigerði einkaspæjari í hugum fólks. Humphrey Bogart hefur leikið báðar þessar persónur í kvikmyndum.

Af skáldsögum Chandlers hafa Svefninn langi og Litla systir (The Little Sister) komið út á íslensku.

  Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.