Rauðir pennar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ársritið Rauðir pennar var stofnað árið 1935, af Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda og var gefið út af Heimskringlu fyrstu árin. Ritið birti nýjar sögur, ljóð og ritgerðir eftir innlenda sem og erlenda höfunda, undir ritstjórn Kristins E. Andréssonar. Frá 1938 voru Rauðir pennar gefnir út af Mál og menningu og árið 1940 var ritið sameinað Tímariti Máls og menningar.

Meðal þeirra höfunda, sem áttu efni í Rauðum pennum 1935 - 1938, voru Halldór Kiljan Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Jón úr Vör, Steinn Steinarr, Þórbergur Þórðarson, Ólafur Jóhann Sigurðarson, Berthold Brecht, Maxím Gorkí, Jaroslav Hasek, W.H. Auden, Martin Andersen Nexö, George Orwell og Stefan Schweig.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.