Rauðhetta (sveppur)
Útlit
Reyðilubbi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Leccinum testaceoscabrum Secr. ex Singer, 1947 |
Rauðhetta eða reyðilubbi[1] (fræðiheiti: Leccinum testaceoscabrum eða Leccinum versipelle) er eftirsóttur matsveppur en getur þó stundum valdið ofnæmi. Hann myndar svepparót með birki og fjalldrapa. Hatturinn verður allt að 20 sm breiður og er rauður eða appelsínugulur á litinn en dofnar með aldrinum. Stafurinn er langur (allt að 15 sm) og breiður og breikkar niður, hvítur á lit með svörtum doppum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Helgi Hallgrímsson (2010). Sveppabókin. Skrudda. bls. 233. ISBN 978-9979-655-71-8.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Rauðhetta (sveppur).
Wikilífverur eru með efni sem tengist Leccinum versipelle.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist rauðhettu.