Rapunzel
Jump to navigation
Jump to search
![]() | Lagt hefur verið til að færa síðuna á Garðabrúða (ævintýri) vegna betri hentugleika nýja nafnsins. Sjá umfjöllun á spjallsíðunni. |
---|
"Rapunzel" er þýskt ævintýri í safni Grimmsbræðra, og fyrst útgefið 1812 sem hluti Grimmsævintýri. Saga Grimmsbræðra er útgáfa af ævintýrinu Rapunzel eftir Friedrich Schulz útgefnu 1790.[1] Útgáfa Schulz er byggð á Persinette ("Steinselja") eftir Charlotte-Rose de Caumont de La Force upprunalega útgefinni 1698[2] sem aftur var eftir enn eldri sögu, Petrosinella eftir Giambattista Basile, útgefin 1634.[3] Nafnið hefur verið á ýmsa vegu í íslenskum þýðingum; Rapunzel, Gullveig, Ragnmunda og Garðabrúða hafa verið notuð. Erlendu heitin vísa í jurtirnar sem faðirinn stal eða fékk hjá norninni; Rapunzel er ætibláklukka (Campanula rapunculus).
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Oliver Loo (2015) Rapunzel 1790 A New Translation of the Tale by Friedrich Schulz, Amazon, ISBN 978-1507639566. ASIN: B00T27QFRO
- ↑ Jack Zipes (1991) Spells of Enchantment: The Wondrous Fairy Tales of Western Culture, Viking, p. 794, ISBN 0670830534.
- ↑ „Rapunzel, Rapunzel, Let Down Your Hair“. Terri Windling.