Fara í innihald

Raggagarður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Boggutún í Raggagarði (Súðavík).
Raggagarður í Súðavík.
Raggagarður í Súðavík.

Raggagarður er fjölskyldugarður í Súðavík sem stofnaður var af Vilborgu Arnarsdóttur (Boggu) eftir andlát sonar hennar, Ragnars, sem var 17 ára er hann lést í bílslysi árið 2001, í þeirri von að stuðla að samveru foreldra og barna. Hún tileinkaði garðinn minningu hans og stofnaði félag utan um reksturinn þann 8. janúar 2004. Mestöll vinnan við garðinn er í sjálfboðavinnu en auk þeirra hafa margir einstaklingar og lögaðilar styrkt garðinn með ýmsum hætti. Garðurinn er staðsettur á Nesvegi og nálægt honum er minningarlundur um þau sem fórust í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995.

Hluti garðsins heitir Boggutún til höfuðs stofnanda garðsins og er túnið nýtt sem útivistarsvæði.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.