Fara í innihald

Rafmagnsinnstunga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rafmagnskló)
Shuko-kló og innstunga. Klemmurnar efst og neðst í innstungunni í hægri myndinni eru jarðtengdar

Rafmagnsinnstunga (eða rafmagnstengill) er tengi, yfirleitt fest á veggi, sem tengja má við snúru með tilheyrandi kló. Mismunandi spennur eru notaðar á heimsvísu og form innstungna og klóa er líka breytileg eftir löndum. Í flestum löndum er 230 V straumur leiddur til heimila en spennan getur verið svo lítil sem 100 V. Tíðni straumsins er oftast annaðhvort 50 eða 60 Hz. Víða er krafið um að nýjar raflagnir séu jarðtengdar öryggisins vegna. Á Íslandi eru notaðar Schuko innstungur.

Einfasa rafföng, allt að 16A, sem markaðssett eru á Íslandi og eiga reglum samkvæmt að vera búin klóm til tengingar við raflagnir almennra neysluveitna, skulu búin klóm sem uppfylla öryggiskröfur staðalsins IEC 60884-1:2006 eða staðalsins ÍST EN 50075:1990 (flatar 2,5A klær af flokki II). Sama á við um klær sem settar eru á rafföng, t.d. eldri rafföng, sem ætluð eru til tengingar við tengla sbr. gr. 4 í þessari verklagsreglu. Séu rafföng markaðssett með klóm sem uppfylla öryggiskröfur annarra staðla eða tæknigagna skulu þeir sem það gera geta sýnt fram á með skjalfestum hætti að sambærilegu öryggi sé náð. Auk ofangreindra öryggiskrafna skulu einfasa klær til heimilis- og ámóta nota standast mál skv. málblöðum IV, VII, eða XVII í staðlinum IECEE CEE-7:1963 eða málblaði I í staðlinum ÍST EN 50075:1990, eftir því sem við á[1]

Schukoklær

[breyta | breyta frumkóða]

Eru algengustu klær í Evrópu og þar með Íslandi líka. En það voru ekki allar klær sem komu með tækjum til Íslands með þessari útfærslu í upphafi. Slíkar innstungur taka klóm bæði af týpu C (flötum) og F (kringlóttum með jarðtengingu).

Ticinoklær

[breyta | breyta frumkóða]

Þó að flest raflagnakerfi Íslands séu sambærileg þeim sem tíðkast á meginlandi Evrópu þá má finna í mörgum húsum það sem hefur verið kallað „ítalska kerfið“. Kerfið, sem heitir BTicino[2], náði útbreiðslu hér á landi á sjöunda og áttunda áratugnum en síðar fór það úr almennri notkun. Margir hafa þó furðað sig á því af hverju kerfið er enn svo útbreitt en það þekkist varla í nágrannalöndunum í dag.

Franskar klær

[breyta | breyta frumkóða]

Frakkar hafa tvær tegundur af klóm, þær eru týpa E og C. Þar er sama spennukerfi og á Íslandi 230V / 50 Hz[3]

Gerðir rafmagnsklóa eftir löndum í Evrópu.
  Schuko (Type F, CEE 7/4 plug, CEE 7/7 plug)
  Bresk (Type G, BS 1363)
  Svissnesk (Type J, SN 441011)
  Dönsk 107-2-D1 (Type K)
  Ítölsk CEI 23-50 (Type L)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Mannvirkjastofnun. (2012, 12.12). VLR 3.035. www.hms.is“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 31. maí 2023. Sótt 22. mars 2022.
  2. Ticino. ( 2022, 14, March). wikipedia. sótt 15. mars 2022
  3. WorldStandards. ( 2003 - 2022). What type of plugs and sockets are used in France. worldstandards. www.worldstandards.eu
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.